Skírnir - 01.01.1962, Side 21
Skírnir Rökræður Islendinga fyrr á öldum um hrossakjötsát 17
og með kristil(egum), kærleiksfullum og alvarlegum áminn-
ingum tilhaldið þeim að af biðja gjört hneyksli og lofa bót og
betrun eftirdags. En vilji þeir ei eftir nokkrar þvílikar áminn-
ingar sjá að sér, dominus præpositus eður og þeirra sóknar
prestur, sem neyta hrossanna, skriflega andragi fyri sýslu-
manni hrossátanna contumace og hverninn þeir engang efter
anden séu overhörige kristilegum áminningum, med begiær-
ing sýslumaður uppá sins embættis vegna i fölge Fr. 3. For-
ordn(ing), sem hérmeð in copia fylgir, straffa tilbærilega
þvílíka scandaleuse knekter, þar eg vona hvert eitt guðrækið
og ærukært yfirvald líði ei óhegnt soddan klik, er af ókunn-
um og allra helzt óorðvörum kann saklausum tilleggjast, þá
þvílíkt er fyri því bevísað og með kringumstæðum andregið.
Dominus præpositus heldur mér til góða, þó eg fallist ei strax
á þá thesin, að sektir, sem tilgreindar eru í forna kristinrétt
lagðar við hrossakjötsát eigi hér heima, og enn síður, að fjör-
baugsgarður sé viðlíka sem excommunicatio major nú á dög-
um, því hvað vissu heiðnir menn, er fjörbaugssektina ord-
ineruðu, af disciplina ecclesiastica eður hennar ceremoniis,
eða hvað á hún skilið við exilium & confiscationem bonorum,
sem lærður maður, Ass(essor) AMS. (þ. e. Árni Magnússon)
nefnir hann í sinni version yfir kristinnrétt, eða nær var fjör-
baugs mönnum neitað að ganga í kirkju eða njóta prests-
fundar, ef við þyrfti? Miklu framar þakka eg yðar velæru-
verðugheitum til sendan kveðling um hrossakjöts átið og hon-
um fylgjandi sr. Stephans diatriben, sem eg hvertveggja vil
síðar með vissum ferðum senda; hef eg lesið hvert um sig og
finn mikið gott i, alleina vil eg þess geta, að eg tvíla kveð-
lingurinn verði þrykktur ásamt sögunum, þar hann á ei við
þær skylt, og hrossæturnar munu ei betur skipast við hann
en góðar munnlegar áminningar; munu þeim og sýnast sum
conseqventiæ í nefndu diatriben innfærðar vera meir af abusu
en moderato usu hrossa kjöts átsins dregnar."13)
Ekkert verður nú vitað um annan þeirra tveggja ritlinga,
sem biskup nefnir í bréfi sínu, deilurit (diatriben) séra Stef-
áns. Að öllum líkindum er þetta séra Stefán Halldórsson á
Myrká. Hann fékkst við ritstörf og skáldskap, og voru prent-
2