Skírnir - 01.01.1962, Page 22
18
Gunnar Sveinsson
Skímir
aðar eftir hann hugvekjur og sálmar. Hins vegar er auðvelt
að geta sér þess til, að kveðlingurinn, sem nefndur er, sé
Tröllaslagur séra Hallgríms, en í handritum er hann einmitt
sagður kveðinn 1756. Þetta er alllangt kvæði — eða 120 sex-
kvæð erindi — ort gegn hrossakjötsáti og mikið tekið á öllu.
Sem sýnishorn skulu hér birt 17. og 18. erindi:
Hófsemd öngva hafa að neyta,
hrossið þegar býðst hið feita,
átið sitja ótæpt við,
græðgi í sig hunda hleypa,
hvörn af öðrum bitann gleypa,
þar til velgir kverk og kvið.
Óþrifnaðar illsku siður
oftast þessa loðir viður,
þeirra segja föt því frá,
ódaun brækjan af sér gefur;
ætla eg muni hrossa þefur
flestum illur finnast sá.14)
Það er undarlegt, sem fram kemur í hréfi Gísla biskups,
að séra Hallgrímur hefur farið þess á leit, að Tröllaslagur
yrði prentaður með „sögunum,11 og á þá eflaust við Islend-
ingasögur þær, sem komu út á Hólum þetta ár að forlagi
Bjöms varalögmanns Markússonar (Nokkrir margfróðir sögu-
þættir fslendinga og Ágætar fornmannasögur). Tekur biskup
það réttilega fram, að kvæðið eigi ekki skylt við sögumar.
Tröllaslagur hefur brótt komizt á kreik, þótt ekki yrði hann
prentaður. Hann varð Sveini lögmanni Sölvasyni á Munka-
þverá tilefni smákvæðis (Prísa vil eg prófasts brag o. s.
frv.).15) Lögmaður tekur þar í sama strenginn, en telur þó
hrossakjötsát skaðlaust í hungursneyð „meður hófi og skorn-
um skamrnt11 (7. erindi). Einnig orti séra Jón Bjarnason á
Ballará stutt lofkvæði um Tröllaslag (Tröllaslagur furðufag-
ur fræðing ber o. s. frv.).16) Skal þess getið hér til gamans,
að í 4. erindi nefnir hann hrossætumar „hundagræðgis þýin
kát.“