Skírnir - 01.01.1962, Side 24
20
Gunnar Sveinsson
Skimir
Vorið 1756 skrifaði séra Magnús Pétursson á Höskulds-
stöðum í Húnavatnssýslu prófasti sínum, séra Þorsteini Pét-
urssyni á Staðarbakka um hrossakjötsát og spurði, hvað við
því skyldi gera. Þetta varð til þess, að prófastur skrifaði Gísla
biskupi Magnússyni á Hólum og skaut málinu til úrskurðar
hans. Biskup svaraði með bréfi, dags. 4. maí 1756, og er efni
þess tekið að mestu orðrétt eftir bréfunum tveimur til séra
Hallgríms Eldjárnssonar, nema síðara hluta síðara bréfsins
er sleppt.19)
Þetta sama ár sendi Gísli biskup fyrirspurn til kirkju-
stjórnarráðsins í Kaupmannahöfn um hrossakjötsát og viður-
lög við því. Séra Þorsteinn Pétursson getur þess, að 1757 hafi
komið „skrif“ frá ráðinu þess efnis, að það væri ekki refsi-
vert í nauðsyn. Hann hefur og á öðrum stað tilvitnun úr
þessu bréfi. Þar segir, að þar sem það sé dregið í efa, að
nokkur maður neyti hrossakjöts vegna löngunar í það, þá
þurfi ekki að ákvarða refsingu fyrir slíkt.20)
1 Skálholtsbiskupsdæmi fann aðeins einn klerkur hvöt hjá
sér til að leita álits Finns biskups Jónssonar um hrossakjötsát.
Það var séra Jón Þorláksson á Hólmum, prófastur í suður-
hluta Múlaþings. Svarbréf biskups er dagsett 4. júlí 1757, og
þar farast honum svo orð:
„Að sönnu er hrossa kjöts át fyrirboðið í því ceremoniu
lögmáli, sem guð gaf Israelssonum. Það var og með kristni-
boðinu bæði hér í landi og víðar annarstaðar aftekið og jafn-
vel sektir við það lagðar, og aldeilis óleyfilegt held eg það sé
að stórnauðsynjalausu, so ef einhver gjörði það extra casum
necessitatis, mundi eg því nær samþykkja yðar proposition
að halda hönum undir kirkjunnar disciplin fyrir hneykslan
fáfróðum nauðsynjalaust gjörða. En þegar extrema necessi-
tas urgerar, so sem nú kann allvíða að vera, þá held eg sé
öðru máli að gegna, því í soddan falli held eg hrossa kjöts át
hverki á móti guðsorði né náttúrunnar lögmáli; á móti guðs-
orði er það ei, því þar stendur útþrykkilega: það saurgar ei
manninn, sem inn um munninn gengur, etið allt, hvað fram
er sett. Allir hlutir helgast fyrir orðið og bænina. Ei heldur
á móti náttúrunnar lögmáli, því það býður að viðhalda lífinu