Skírnir - 01.01.1962, Side 26
22
Gunnar Sveinsson
Skírnir
hrossaþjófnað í för með sér, eins og heiti eins kveðlingsins
ber með sér: Hvörninn þjófslegir dónar fari að stela hross-
um.23)
Þegar hér var komið, tók harðindunum að linna. Þá hef-
ur dregið svo úr hrosaskjötsáti aftur, að það hefur ekki
orðið siðavöndu fólki til ásteytingar. Finni biskupi hefur þó
ekki þótt nóg að gert. Til að taka af öll tvímæli varðandi
hrossakjötsátið gekkst hann fyrir því, að gerð var synodals-
réttarsamþykkt um það á alþingi 12. júlí 1760. Undir hana
skrifa þeir biskup og Magnús amtmaður Gíslason ásamt 11
prestum úr Skálholtsbiskupsdæmi. Þessi samþykkt er svo-
hljóðandi:
„Hrossakjöts át hefur frá alda öðli trúarbragðanna bóta
verið álitið hneykslanlegt; og þess vegna nú, þá trúarbrögð
vor eru í blóma, álízt það viðbjóðslegt, nema í hæstu lífs
nauðsyn, þá mönnum er leyfilegt að eta allt, hvað náttúran
ei hefur skaða af og þeir með frjálsu mega. Og þar góður guð
hefur frelsað landið frá hallæri, þá álízt hrossakjöts át hæði
ólíðanlegt og straffsverðugt. En so enginn af þeim, sem sig
þar eftir hafa lagt og sætan smekk á fengið, kunni að afsaka
sig með þekkingarleysi, að slíkt kjöt er í vorrar kirkju lögum
fyrirboðið, þá ber prestunum að undirrétta þeim, er þeir
verða varir við, að slíks neyta, að sama sé óhæfa í vorri
kristilegri kirkju, og leggi þeir það ei af, þá megi vænta
straffs, fyrst með opinherri áminningu í safnaðarins viður-
vist, þar næst, verði þeim framhald hrossakjöts átsins yfir-
bevísað, þá straffist þeir ei einasta með opinberri áminn-
ingu, heldur með gapastokki í alls safnaðarins, þá fjölmenn-
astur er, hans viðurvist. En hjálpi ei þessi viðleitni, þá til-
segist verðslegu yfirvaldi til straffs eftir Fridrici Tertii For-
ordning af 3 Maji 1650.“24)
Með þessari samþykkt var rekinn rembihnúturinn á allt
farganið út af hrossakjötsátinu um sinn. Varð nú hlé á í
hálfan annan áratug.
Árið 1775 hófust að nýju umræður og deilur um hrossa-
kjötsát. En nú var ástæðan ekki sú, að glorsoltnir fátækling-
ar neyttu þess venju fremur út úr neyð, heldur var það