Skírnir - 01.01.1962, Qupperneq 27
Skírnir Rökræður Islendinga fyrr á öldum um hrossakjötsát
23
Magnús Ketilsson, sýslumaður Dalamanna, sem hratt skrið-
unni af stað. Hann var mikill áhugamaður um búskaparefni.
1 marzhefti tímarits síns, Islandske Maaneds-Tidender, það
ár ritaði hann grein, þar sem hann kveðst hafa verið beðinn
að skrifa um offjölgun hesta vestanlands, en viti ekki, hvað
skrifa skuli. Hann þori ekki að ráðleggja mönnum að éta þá,
því að með því muni hann egna ærið marga á móti sér, eink-
um andlegrar stéttar menn. Hann tekur síðan upp langan
bréfkafla úr þýzku riti, þar sem skýrt er frá alls konar venj-
um og bábiljum, sem tíðkist með ýmsum þjóðum í sambandi
við mataræði. Segir þar, að viðbjóður á hrossakjöti stafi af
gamalli hjátrú. Magnús getur þess, að í síðustu harðindum
hefði færra fólk dáið, ef hleypidómar hefðu ekki bægt því
frá að éta hrossakjöt. En hann áræðir ekki að ráðleggja mönn-
um hrossakjötsát nema á neyðartímum. Hins vegar spyr
hann, hvort ekki megi slátra hestum án þess að borða kjötið.
Honum telst svo til, að á öllu landinu megi spara árlega 6400
ríkisdala virði af lýsi með því að nota hrossaflot til Ijósmetis.
Þessar skynsamlegu hugleiðingar Magnúsar hafa ekki orð-
ið skjótlega kunnar meðal almennings, með því að mánaðar-
ritin voru í fárra höndum og auk þess á dönsku. Hann tók
sig því til og gaf greinina út að nýju á íslenzku, aukna að
efni. Er hún prentuð í Hrappsey í ársbyrjun 1776, og er þar
aftan við önnur ritgerð um hagaheit. Titill þessa bæklings er
Stutt ágrip um ítölu búfjár í haga mé8 litlum viÖbœtir um
hrossa-slátur og þess nytsemi, samantekiS til reynslu og nota
þeim slíkt girnast. Síðari hluti þessa bæklings hefur sérstakt
titilblað og nefnist Hestabit er hagabót og hrossa-slátriS gagn-
samlegt ... Editio II. Titillinn er að því leyti rangur, að
hvergi er á það minnzt í pésanum, að hestabit sé hagabót,
en hins vegar er um þetta efni fjallað í fyrri bæklingnum.
Hér bætir Magnús m. a. við smáköflum úr óprentuðu riti
eftir séra Þorstein Pétursson á Staðarbakka, Undirvísun um
sagnalestur, en rit þetta hafði séra Þorsteinn sent Magnúsi
í því skyni að fá það prentað. Þarna segir séra Þorsteinn,
að hrossakjötsát sé engin synd í sjálfu sér. Enn fremur far-
ast honum svo orð: „Þá þetta [hrossakjöts átið] byrjaðist