Skírnir - 01.01.1962, Síða 28
24
Gunnar Sveinsson
Skimir
fyrst í minni tíð, kom mér það undarlega; en nú síðan eg
hefi nokkuð betur ígrundað þetta efni, sé eg, að það eru eng-
in kristnispjöll og ekki nema páfasetningar. Páll einn kenn-
ir þetta nógu vel allvíða: Enginn skal dæma y'Sur í mat né
drykk segir hann. Item Allir hlutir leyfast mér. Hann talar
það um matnaðinn.11 Magnús fer síðan nokkrum viðurkenn-
ingarorðum um séra Þorstein: „Sjáum hér einn fágætan
gamlan mann og guðhræddan, sem ei lætur sig villa af göml-
um vana eður hleypidómum. En það er satt, hann er vel-
lærður og því ratar hann fram úr þeim gömlu villivegum.“
Þegar á eftir þessum lofsyrðum slær Magnús þennan var-
nagla: „Enginn þenki, að þó eg þetta skrifi, að eg ráði til að
eta hrossakjöt.“25) Og þetta tekur hann fram hvað eftir ann-
að. I rauninni er bæklingurinn óskipulega saminn og ekki
ætíð ljóst, hvað fyrir höfundi vakir. Hann hikar við að segja
skoðanir sínar afdráttarlaust, en slær úr og í. Hann hefur
skort einurð til að ganga í berhögg við almenningsálitið, en
hefur þó viljað kveða niður með lagni hleypidóma í sam-
bandi við hrossakjötsát án þess að hvetja fólk til að neyta þess
að nauðsynjalausu, a. m. k. fyrst í stað. Hann mótmælir því
t. a. m., að hrossakjötsáti fylgi ódaunn og það spilli útliti
manna, þar sem hann segir: „Eg hefi þekkt þá menn í næst-
liðnum harðindum, sem átu hrossakjöt og voru þó hvörki
lakari að daun né íliti en þeir, sem það aldrei smökkuðu;
en þeir brúkuðu það með hreinlæti og hófsemi.“26)
I bæklingnum skýrir Magnús frá því, að „einn góður og
hálærður maður,“ sem lesið hafi greinina í mánaðartíðind-
unum, hafi skrifað í bréfi til sin, að „þessi hlutur sé við-
kvæmur bæði ecclesiastice og politice.“27) 1 síðari hrossa-
kjötsbæklingnum (smbr. síðar) kemur fram, að þessi maður
er séra Gunnar prófastur Pálsson í Hjarðarholti í Dölum,
en hann var í fremstu röð þeirrar tíðar manna sem skáld og
lærdómsmaður. Hann hafði um skeið verið skólameistari á
Hólum og brautskráð Magnús þaðan, svo að þeir voru gamal-
kunnugir. Fyrrgreindum ummælum séra Gunnars svarar
Magnús svo: „Að hrossakjöts át sé ecclesiastice, það getur
mér skilizt, en að það sé politice skaðlegt, get eg ei skilið.