Skírnir - 01.01.1962, Side 29
Skírnir Rökræður Islendinga fyrr á öldum um hrossakjötsát
25
Hvað kynni það að skaða almennings velferð, þó hvör einn
bóndi legði til bús síns á hausti hvorju einn, tvo eður fleiri
feita hesta? Það væri hönum allt eins gott og naut og sauðir.
Að hrossaslátur orsakaði vanhlessun í búinu, er ei svara
vert.“2S)
Nú var séra Gunnari nóg boðið, fyrst aðfinnslubréf hans
hafði engan árangur borið. Hér þótti honum svo mikið í húfi,
að þegar eftir útkomu hæklingsins skrifaði hann strangt um-
burðarbréf til prestanna í Dalaprófastsdæmi, og skyldu þeir
auglýsa bréfið fyrir söfnuðum sínum. Er það dagsett 24.
febrúar 1776. Ætla mætti, að átt sé við mánaðartíðindin,
þar sem séra Gunnar nefnir „Hrappseyjar blaðagrey“ í bréf-
inu. En hann getur þar einnig um tilvitnun í orð „eins merki-
legs guðs manns á meðal vor“ og á þar vitanlega við séra
Þorstein Pétursson. Sýnir það, að fyrri hrossakjötsbækling-
urinn hefur verið kominn út, er séra Gunnar samdi umburð-
arbréf sitt, því að þar er vitnað til séra Þorsteins, en ekki í
mánaðartíðindunum. Einnig sést af bréfi, er séra Gunnar
skrifaði Halldóri Hjálmarssyni, konrektor á Hólum, dags.
l.marz 1776, aðeins nokkrum dögum síðar en umburðar-
bréfið, að þá hefur bæklingurinn verið kominn út, en þar
segir svo: „Hrappsey vor kvað nú þunguð ganga með for-
ordnn. og rímur, og nýl(eg)a er þar útkominn hrossakjöts
discursus nokkur, hverju feitmeti eg hygg menn misjafnt
fagna.“ZB)
Um þetta leyti skrifaði séra Gunnar og séra Þorsteini Pét-
urssyni vegna þeirra ummæla hans, sem upp voru tekin í
bæklinginn. Séra Þorsteinn svarar því til, að óhentugt sé
„að grípa ofan í eins manns skrif og hrifsa úr því eitthvað
í miðju kafi.“ Samt ber hann ekki á móti því, að hann hafi
skrifað viðlika og það, sem eftir honum sé haft. Hann ver
svo skoðanir sínar með Biblíutilvitnunum.30) Séra Gunnar
hefur svarað þessu bréfi fljótlega aftur og verið umkvörtun-
arsamur að vanda. Ekki stóð heldur á svarinu hjá séra Þor-
steini. Hann vitnar þar í ýmis fomrit því til stuðnings, að
hrossakjöt hafi verið étið í heiðni í Noregi og einnig hér á
landi. Kveðst hann varla skilja, „hvaða óhreinleika menn