Skírnir - 01.01.1962, Side 32
28
Gunnar Sveinsson
Skírnir
eins merkilegs guðs manns á meðal vor, en alleinasta einn
vissan part eður punkt efnisins áhrærandi, so þar af kann ei
meint efni stvrkjast,*) so sem og vitanlegt má vera öllum,
að öngvan mundi hann vilja fleka eða útá neina hálku leiða.
Kosta soddan umbreytingar meiri athygli og fleiri vitra manna
yfirskoðan en það einn kann úr ermi sinni framhrista í skynd-
ingu og með sitt eindæmi,**) að eg nú ei þar um tali, hvað
guðs orð segir um ásteytingarefni, né heldur hér af fljótandi
forsmán utanlands sem innan. Nú heyrist heldur en ekki
trúanlega svo og svo um meðferðir manna í þessu efni að
vísu ei án margra ásteytingar,***) hvar fyrir yðar æruverð-
ugheitum hér með tilsegist, so að almenningur hér í sýslu
fái nokkurt annað hljóð að heyra með sínu öðru eyra, við
sérhvorja kirkju, þar embættið, eina eftir aðra, hið fyrsta op-
inberlega upp að lesa há-eðla hr. biskups Finns synodale árs-
ins 1760 þessum hlut viðvíkjandi, hvört þér hafa munuð í
yðar ministerial bókum, við hvört einnig þér hafið yður að
halda bæði heimuglega og opinberlega hið bezta og trúleg-
asta með fortölum, áminningum etc. Hvar um eg ásamt öðr-
um guðs orðum álít yfrið ljóst og fullkomið það Paulus skrif-
ar þeim í Róm og Corinthu borg. Og sannlega þykir mér
menn vera hér fyrir fjárpestarinnar afléttir og önnur þolan-
leg kjör guðs gæzku um annað þakklæti skyldugir en téða
vanvirðu og kristindómsblygðan. Margt mætti hér um að
sönnu meira tala og sérílagi útaf þeim áminnstu Hrapps-
eyjar blaðagreyjum; en það er ei þessarar stundar né hent-
eta hrossakjöt að nauðsynjalausu, þó eg heldi gott að brenna held-
ur hrossafeiti en sitja í myrkrinu.
*) Styrkjast víst, nefnil. að forhoð um hrossakjöts át séu páfasetning-
ar; en þar fyrir ræður hann öngvum til að eta það, þó hann segi,
hvað satt er.
**) Ei kann eg að vænta fáfróðum skrifum mínum betri dóms; en eg
þykist ei hrista það úr minni ermi, sem eg skrifa eftir góðum og
vitrum mönnum, þó lifi eg í þeirri von, að nokkrir góðir og lærð-
ir menn muni dæma mig með vægð og nærgætni, því eg er sak-
laus af því, sem prófasturinn skuldar mig fyrir.
***) Sá, sem fyrir sérhvörn þvílíkan grundvallarlausan þvætting vildi
skrifa varúðir, hann fær nóg að gjöra.