Skírnir - 01.01.1962, Síða 33
Skírnir Rökræður íslendinga fyrr á öldum um hrossakjötsát
29
ugleika, og þar með kannske mér gömlum ei vel fært eður
leyfilegt eftir Erfðabæklingsins formála virðuglegum.*)
Mér þykir allgott, að þér, elskulegir og æruverðugir bræður,
þetta mitt einfalt bréf ásamt nefndu synodali yðrum söfn-
uðum auglýsið og mína kæra kveðju guðs fólki berið, so eng-
inn þurfi þessa fyrirtekt yður fyrir einþykkni eður sérlyndi
útleggja, ef þér annars þessi min orð í því gildi álítið, við
hvörra meining blífa þykist verða, meðan ei betur af vorum
nýjungameisturum upplýsist og leiðréttist, og vonast, að þeir
vitru ei forþenki, þó fleiri en einn kunni brúka frjálsan munn
og penna.**) Þetta bréf verður af yður, góðir bræður, sem
fyrst coperast, sendast og auglýsast og mér so reglulega til
baka frá þeim síðasta. Attendite vobis &c Act. 20. v. 28. Guð
sé með yður öllum segir
yðar æruverðught.
Iijarðarholti vinur og þénari
d. 24. Februarii 1776 Gunnar Pálsson
*) 1 þeim formála er talað um jarða níðslu.
**) —■ placeat sibi qvisqve licebit. Ovid.
P.S. Hrossakjöts ljósmetið kemur að sönnu síður við
nostro foro; sed flamma fumo proxima, & facilis descensus
avemi. Valete.34)
Það er auðsætt af bréfi þessu, að séra Gunnar hefur skrif-
að það í vandlætingarhita og því gætt sín miður en skyldi.
Þetta hefur Magnús notað sér. Athugagreinar hans eru rök-
fastar og kryddaðar góðlátlegri kímni. Annars er hann hóg-
vær mjög í þessum bæklingi og kveðst óska þess, að hann
hefði séð umburðarbréf séra Gunnars, áður en hann gaf út
fyrri bæklinginn, því að þá hefði hann ekki verið þar jafn-
skorinorður.35) Sýslumaður endar svo rit sitt á þessum spum-
ingum: „Hvað lengi skulum vér láta samvizkur þeirra, sem
ekkert þola, að brúkað sé, nema það, sem er 300 ára gamalt
og af páfalegum myndugleika helgað og vígt, sitja fyrir gagni
voru? Eður hvað lengi á óttinn fyrir vanbrúkun fárra heimsk-
ingja eður guðleysingja að halda leyfilegri hrúkun nauðsyn-