Skírnir - 01.01.1962, Side 34
30
Gunnar Sveinsson
Skírnir
legra hluta í ævinlegri útlegð, landinu til stórs skaða og pen-
inga tjóns?“36)
Séra Gunnar hefur nú unað illa sínum hlut og honum
sviðið meðferðin á umburðarbréfi sínu í bæklingi Magnúsar.
Það sést af bréfi, sem hann skrifaði bróður sínum, Bjarna
landlækni Pálssyni 10. júní 1776 (endað 24. s. m.), að hann
hefur samið einhvers konar ritling til vamar og reynt að fá
hann prentaðan í Hrappsey. I bréfi þessu nefnir séra Gunn-
ar, að út hafi komið „smám saman í vetur og enn í vor nokk-
urt hippophagiskt smælki.“ Kveðst hann senda Bjarna „það
fyrsta og annað.. . um hrossa slátrið, og er þá eftir enn einn
tomus útgenginn, mig nokkuð snertandi út af þessu efni,
hvörjxnn kannske hinn 4ði fylgi snart, er eg hefi nýlega til
bókþrykkjarans sent.“ Af þessu sést, að síðari hrossakjöts-
bæklingur Magnúsar hefur verið kominn út, áður en bréfið
var skrifað. f eftirskrift við bréfið leitar séra Gunnar um-
sagnar bróður síns sem landlæknis um hrossakjötsát: „Porro:
Hvör veit, nema rætast kunni eins manns tilgáta, að land-
physicus, qva landphysicus, muni mega koma til að kenna
mönnum hér, hvað sannast sé um hollustu eður óhollustu
hrossakjöts? Linnæus (citeraður Hestabits pag. 22.) hefur þar
nokkuð um í Svenske Videnskabers Academies Afhandlinger
for Aar 1740, nr. elleve; en allir hafa ei kannske hans sen-
sum de classibus animalium. Eg held sönn hvorutveggju
testimonia eður exempla s(ive) experimenta ódauns og óþokka
ílits hrossetenda, et contra, hvar um frómt fólk ei má rengja;
og vill þá slíkt á meðferð og brúkun (í hófi eður óhófi) ríða,
ut mihi qvidem videtur; og ber eg hér saman við það heyrt
hefi um það megna svínakjöt, að varlega og sparlega sé
brúkanda, einkum fyrir óhrausta líkami. Og er nú heilmikið
nuddað við þig mæddan og distraheraðan .. . NB verstan þef
hygg eg hunda af sér gefa hrossakjöts fulla.“37) En ekki er
nú vitað, hvernig landlæknir hefur snúizt við þessari bón
bróður síns.
1 deilunni við Magnús sýslumann hafði séra Gunnar hald-
ið mjög á loft þeirri röksemd, að óþefur væri af hrossætun-