Skírnir - 01.01.1962, Page 35
Skírnir Rökræður Islendinga fyrr á öldum um hrossakjötsát
31
um, smbr. bréf hans til landlæknis hér að framan. Út af því
var vísa þessi kveðin um deiluaðilana:
Hérna mætast hrókar tveir,
hvor sem annan grefur.
Hermt er mér, að heiti þeir
Hrossaslátur og Þefur.38)
Þessar deilur fóru annars fram í óbundnu máli, og hefur
fátt eitt verið ort í sambandi við þær. Til eru nokkrar vísur
eftir séra Gunnar Pálsson, en bragðdaufar. Einnig er til
gamankvæði, sem Jón Þorkelsson þjóðskjalavörður hefur
eignað þjóðskáldinu, séra Jóni Þorlákssyni, án þess að geta
heimildar fyrir því.39) I Lbs. 852, 4to (III, 529) er kvæðið
eignað séra Páli Gunnarssyni eða séra Gunnari Pálssyni,
föður hans, og í JS 496, 8vo er séra Gunnar sagður hafa ort
það (165. bls.). En þetta hlýtur að vera rangt, því að kvæð-
ið er alls ólíkt kveðskaparbrag séra Gunnars. Einnig er það
of lipurt til að geta verið eftir séra Pál, sem var viðvaningur
í ljóðlistinni. Böndin berast því að séra Jóni, sem um þessar
mundir var annaðhvort í Hrappsey eða í Galtardal. Og hefst
nú kvæðið:
Fátœkleg Sængur gjöf Madme Typographiu
eftir fœÖing þess unga Hippophagi.
So, so!
Sjáðu, hvar hún liggur
sjúk á mjúkum beð.
Sko, sko!
Skrípislega tyggur
skessan hrossakjötið.
O, o!
Upp og hresstu geð,
sjáðu sængur gáfu,
sem eg kem nú með.
Eg veit
ekki muntu þakka