Skírnir - 01.01.1962, Page 37
Skímir Rökræður Islendinga fyrr é öldum um hrossakjötsát 33
gat við grimmu flagði
grey, sem mæddi Þór.
Fyrst þú
fákhakkandi mella
fæddir slíka pest,
et nú,
áður en meir kann hrella,
af þér sprottinn hest,
krás sú
kemur þér ei sem verst.
Eyrun, þar sem uxu,
ætíð sitja bezt.'10)
Áður en skilizt er við kvæði þetta, má geta þess, að það
er í auðsæjum tengslum við kvæði, er séra Jón Þorláksson
orti við stofnun Hrappseyjarprentsmiðju 1773. Þar óskar
hann þeim Ólafi Olaviusi og Boga Benediktssyni „til lukku
með þeirra prýðilegu festarmey, jómfrú Typographiam,“ og
segir síðan í 5. erindi (sem fjallar um Ólaf):
Þó efast ei að þessi drós
afkvæmi mart
Islandi þarft
:|: við umsjón hans :|: mun leiða í ljós.41)
Hrossakjötsbæklingar Magnúsar Ketilssonar urðu enn fleiri
málsmetandi mönnum til hrellingar. Þeir hneyksluðu sýslu-
manninn í Strandasýslu, Halldór Jakobsson, svo mjög, að
hann skrifaði kirkjustjórnarráðinu í Kaupmannahöfn um mál-
ið í apríl 1777. Skýrir hann þar lauslega frá efni bækling-
anna og kveðst hafa gert ráðstafanir ásamt prófastinum i
sýslu sinni, til að einfaldur almúginn saurgist ekki af slíku,
en málið verði ekki á enda kljáð nema með náðarsamlegri
aðstoð ráðsins. Hann bendir á ýmsar varhugaverðar afleið-
ingar, sem ritlingarnir hljóti óhjákvæmilega að hafa í för
með sér, svo sem það, að prestar og jarðeigendur verði að
taka hrossafeiti í ljóstolla, erfiðleikar verði i sambandi við
smjörleigur, ef feitinni verði blandað í smjörið o. s. frv. Hann
3