Skírnir - 01.01.1962, Page 38
34
Gunnar Sveinsson
Skírnir
segir það skoðun sína, að slíkt rit sem fyrri bæklinginn beri
að gera upptækt og bannað verði að lesa það.
Kirkjustjórnarráðið skrifaði þeim Thodal stiftamtmanni og
Finni biskupi Jónssyni 6. maí s. á., sendi þeim eftirrit af
bréfi Halldórs og óskaði eftir nánari upplýsingum um málið
og áliti þeirra á því. Ráðið biður þá einnig að annast, að
send verði tvö eintök af öllum bókum Hrappseyjarprent-
smiðju til Hafnar, annað til Konunglega bókasafnsins, en hitt
til skjalasafns kirkjustjórnarráðsins.42) Finnur biskup sendi
siðan Magnúsi Ketilssyni eftirrit bréfa þessara ásamt árétt-
ingu á fyrirmælum ráðsins um bókasendingar. Biskup lýkur
máli sinu á þessum áminningarorðum:
„Til slutning má eg og hér á það minnast, að þó eg ei bí-
falli öllum s(ýslu)m(anns) Jacobssonar grundsetningum í
hans hérmeð fylgjandi skrifi, samt vildi eg óska, að þetta
privilegeraða Hrappseyjar bókþrykkerie tæki sér annað nyt-
samlegra fyrir hendur að útgefa heldur en so (ef ei útþrykki-
lega hneykslanlegar, samt) óþarfar og í bland fáfróðs almúga
opsigt orsakandi piecer, sem þessi fánýtu hrossakjötsblöð
og annað þvílíkt er, því so mikinn rétt vil eg tilstanda vel-
nefndum sýslumanni, að ei duga þvílík skrif til að raiffinera
nationens moralske character, og ef þau skemma hann ei,
þá bata þau þó ei hennar rigti bland annara þjóða, sérdeilis
þeirra, er fegins hendi taka á móti því, sem oss kann til be-
breidelses vera, og hvað það (að nauðsynjalaust hrossakjöts
át sé af einnri beromt (svo) yfirvalds persónu, ef ei subtiliter
recommenderað, samt so sem nytsamlegt og anstændigt i
publiqve skrifum forsvarað) vilji contribuere til nationens
heiðurs meðal framandi, vil eg eftirláta Mhr sýslum. eigins
fornuft að yfirvega.“43)
Það er eftirtektarvert, að Finnur biskup minnist ekki á
hrossakjötsbæklingana í fyrri bréfum sínum til Magnúsar
1776 og 1777.44) En þegar kirkjustjórnarráðið gaf tilefnið,
þá stóð ekki á ofanígjöfinni.
Um þessar mundir var að ganga í garð eitthvert mesta
hörmungatímabil, sem yfir íslenzka þjóð hefur dunið, og stóð
það yfir í áratug. Hrossakjötsát hófst þá enn á ný, og klerk-