Skírnir - 01.01.1962, Qupperneq 41
Skírnir Rökræður Islendinga fyrr á öldum um hrossakjötsát
37
in. — En ef þeir vilja því ei hlýða, þá hlýtur harðara í
tauminn við þá að takast og þeir að ansjást sosem yfirvald-
inu óhlýðugar og trátsugar manneskjur, sem ei hirða um, þó
þeir skaði sjálfa sig og gjöri öðrum mein og hneyksli.“ 1,7)
Bréf Hannesar biskups er dagsett degi síðar en bréf föður
hans og er til séra Þorsteins Sveinbjamarsonar á Hesti. Verð-
ur ekki séð, að þá feðgana hafi greint á í skoðunum sínum
á hrossakjötsáti, en um það hefur Hannes þetta að segja:
„Ljóta fregn segið þér af hestasölu ykkar Borgfirðinga til
matbirgða; nauðsynjalaust að leggja sér hrossaslátur til fæðu
er straffsvert. Ætti eg að verða projectamakari, þá skyldi
það kosta gapastokk í fyrsta sinni, en ekki mundi eg slá uppá,
að hrossætur stæði opinberar skriftir; þeirrar nautnar, sem
þar á eftirkemur, þarf ei til að afplána, þó óæti sé sér til
munns lagt, að mínum dómi.
Það gamla axioma, að hvert eitt hneyksli skuli kosta opin-
berlega aflausn, þó ekki snerti það þann sanna kristindóm,
hvörki theoretice né practice meir en að eta hestflipa, sýnist
ekki rétt passeligt. En politie straff ætti þar við að liggja
að syndga með því móti decoro og góðri reglu. Þar á mót sé
og ei straffsvert í hungursneyð að halda lífinu við með
hverju helzt meðali, sem til þess fæst. Eða hefur nokkur
verið straffaður fyrir að hafa etið í slíku tilfelli skóhætur?
Þó kalla eg straffsvert að eta þær að nauðsynjalausu, en
því lík delicta vil eg straffist með viðurkvæmilegari poená
en opinberri aflausn og frá henni inseparabili synaxi, og vil
eg þau straffist með sneypu, að þeir, sem breyta eins og af-
skum, séu og meðhöndlaðir eins og afskum, það er með slíku
politie straffi.“48)
Næsta vetur, 1782—1783, rak neyðin menn til að neyta
hrossakjöts ótæpilega. T. a. m. voru Langnesingar búnir að
éta 30 hross á góu.49) Um hrossakjötsátið á þessum tímum
farast Hannesi biskupi svo orð:
„Það var segin saga, að hrossakjöts-ætur vóru þeir fyrstu,
sem á þessum hallæris-árum í harðrétti útaf dóu. Orsökin
var augljós, að af því þessi nautn var almennilega álitin
óheiðvirð, þóttust þeir, er hana brúkuðu, eigi skyldugir til,