Skírnir - 01.01.1962, Síða 42
38
Gunnar Sveinsson
Skírnir
vóru eigi heldur svo vandir að breytni sinni, að þeir vildu
brúka sóma aðferð og sparneytni í þessari matartekju, held-
ur a) átu sumir en sjálfdauðu og stundum úldin hræ, er hor-
fallin aldrei vóru matarhæf, siðst eftir að þau höfðu sjálf-
dauð með blóði og gori legið eitt og annað dægur, eða máske
eigi allfá, á víðavangi, þó vóru dæmi til, að slík væru etin.
b) Tilbúningur, sem nærri má geta, var ekki ætíð vandaður,
c) og það, sem mest olli bana þeirra, er lögðu hrossakjöt sér
til munns, óhófið, því þeir, sem í hrossakjöts át lögðust, gjörðu
það flestir með græðgi, álítandi sér ekki ofgott eður sparandi,
það sem almenningur kallaði óæti, og því vóru sumir, sem
annars höfðu fáa menn í heimili, er á vetri lögðu í búið 20,
30 og fleiri hófdýr, seldu þeir bæði fé, kýr og fisk fyri ótemj-
ur, sem þá fengust með góðu verði; af því óhófi hlauzt það,
að þegar hrossin féllu og fengust eigi lengur, þoldu slíkar
manneskjur hungur verr en aðrar, útstóðu meiri pínu og
dóu fyrr. Eg efast því um, að hossakjöt svo brúkað hafi við-
haldið nokkurs, enn síður margra, lífi. Þar á mót, ef það
hefði með hagnaði í slíkri hallæristíð notað verið, hefði það
að líkendum að góðu orðið, hvarum mér er kunnugt eitt
dæmi.“ Þetta dæmi, sem Hannes nefnir hér, er úr Biskups-
tungum, en þar hafði sýslumaður komið þeirri skipun á, að
fátæklingar mættu hafa hross til matar eftir ákveðnum regl-
um og undir eftirliti hreppstjóra. Þar hafi hrossakjötsát lagzt
niður, áður en ár var liðið, og hafi ekki bryddað á því síðan.50)
Hið síðasta, sem heyrist frá séra Gunnari Pálssyni um
hrossakjötsát, eru gremjufull ummæli hans í bréfi til Grims
Thorkelíns, dags. 23. ágúst 1784. Hann gerir þar nokkrar
athugasemdir við grein um „hrædýr“ í 3. árgangi Lærdóms-
listafélagsritanna og segir síðan: „En þessu bæti eg við hræ-
dýra minninguna, að sjái nú þeir miklu hrossakjöts hákar
fordild sína, fyrst um stund gams snapandi, og eigi þann
hlut með þeim, slíkan sem eiga kunna, meðmælendur og hjá-
hliðrendur; en háka nefnda eg, því margir hafa sem hundar
í legið þessum ódýru skrokkum, og sumir fullvel hafandi
bændur þetta í bú sitt lagt án þarfar sér til drýgenda eður
sælgætis, ei lítinn styrk takandi af því, er út sáu ganga.“51)