Skírnir - 01.01.1962, Page 46
42
Gunnar Sveinsson
Skírnir
kveðskapar. Sagt er, að hann hafi einhverju sinni keypt
hryssu til slátrunar af Gísla nokkrum frá Laxholti í Borgar-
hreppi, og var þá kveðið:
Hrossætan á Hólmi býr,
hefir margt að sýsla.
Etur merar álmatýr
út úr Laxholts-Gísla.60)
Ekki verður nú vitað, hvort tilraunir Magnúsar Stephen-
sens til að koma á hrossakjötsáti hafi borið verulegan árang-
ur. En hitt er víst, að almenn óbeit fólks á því hélzt öldina
á enda og jafnvel lengur, þótt trúarlegir hleypidómar fyrri
alda hafi þá verið úr sögunni. Einkum hafa menn gripið til
hrossakjötsins á harðindaárum — eins og fyrr á öldum. Páll
Melsteð skrifar Jóni Sigurðssyni frá Reykjavík 23. marz 1861:
„Hér er býsna hart milli manna, og fjöldinn etur hrossa-
ket.“cl) Og Bólu-Hjálmar hefur ekki verið ánægðari með
verðlagið á þessari fæðutegund en annað í sveit sinni, er
hann kveður:
Heldur dýrt er hrossakjöt í hreppnum Akra;
rikishúrar út það okra
við aumingja, sem snauðir hokra.62)
Þannig mætti halda áfram að tína til sitthvað um hrossa-
kjötsát hér á landi allt fram til okkar daga. En þetta verð-
ur látið nægja. Hér var einungis ætlunin að rekja sundur-
leitar skoðanir manna á hrossakjötsáti fyrr á öldum og þau
rök, sem beitt var í deilunum um það, hvort leyfilegt væri
eða ekki. Nú mun liðið hátt á aðra öld, síðan slíkar deilur
hafa átt sér stað. Þær eru það langt að baki okkur nútíðar-
mönnum, að okkur finnst kynlegt að kynnast þeim röksemd-
um, sem heilvita menn beittu í fullri alvöru gegn þeirri lífs-
björg, sem hrossakjötið var oftlega á neyðartímum og hefði
getað verið í enn ríkara mæli en raun varð á. Og hittir ekki
Magnús Stephensen naglann á höfuðið, þegar hann segir, að
orsök þess, að hrossakjötsát lagðist niður að fomu, hafi verið
„misskilinn kristindómur“?