Skírnir - 01.01.1962, Síða 51
Skírnir
Um nýyrði í tæknimáli
47
eða ekki breytt. Almenningi verður og málið óskiljanlegra.
Andúð fer því vaxandi á að halda áfram á sömu braut. Hin
erlendu orð eru farin að skipta þúsundum á ári í öllum grein-
um tækni og vísinda, en þær verða æ fleiri, og orðunum fer
stöðugt fjölgandi, þótt sum úreldist fljótt, má þó sjá fram á,
að hin nýju hugtök og heiti munu skipta mörgum þúsundum
á ári, meðan tækni og vísindi þróast svo ört, sem þau hafa
gert hin síðari árin.
Á þriðja tug þessarar aldar kom almenningsútvarpið til
sögunnar. Englendingar kölluðu það broadcasting, en Þjóð-
verjar Rundfunk. Danir völdu nafnið radiofoni, Svíar radio-
spridning, en Norðmenn kringkasting. Engin samvinna var
höfð á Norðurlöndum um þessar nafngiftir. En árið 1928 var
útvarp lögákveðið á Alþingi og tekið fram yfir orð, er áður
voru komin, svo sem víðvarp og viSboS.
Þeirri skoðun óx smám saman fylgi á Norðurlöndum, að
réttara væri að leitast við að samlaga hin nýju tæknihugtök
málinu og taka upp nýyrði á eigin máli, ef samlögun tækist
ekki öðruvísi, og jafnframt komu fram óskir um, að sam-
vinna yrði höfð um nýyrðasmíði á öllum þremur Norður-
landamálunum. Vegna skyldleika þeirra væri samvinna æski-
leg og eðlileg, þar sem annars gæti skapazt glundroði, ef
tæknihugtökin fengju ólík heiti í hverju málinu. Viðleitni í
þessa samræmingarátt sýndu Danir, er þeir breyttu rithætti
sínum, með því að fella niður stóra upphafsstafi í nafnorð-
um og rita a með hring yfir (á) í stað tvöfalds a, fyrir rúm-
um áratug síðan. Upp úr þessari viðleitni urðu til orðanefndir
í tæknimáli í hverju landanna, svo sem Tekniska nomen-
klaturcentralen í Stokkhólmi, Terminologicentralen í Kaup-
mannahöfn og Rádet for teknisk terminologi (RTT) í Ösló.
Hafa þessar stofnanir unnið saman og unnið mikið verk
hina síðari áratugina. Hafa þær gefið út mörg nýyrðahefti
á ýmsum sviðum tækninnar, þar sem eru eigi aðeins talin
nýyrðin, heldur og jafnframt leiðrétt mörg böguyrði að formi
og merkingu og tillögur gerðar eða meðmæli látin fylgja
mörgum heitum.
Islenzkan á oft örðugt með að taka upp erlend orð óbreytt.