Skírnir - 01.01.1962, Page 54
50
Steingrímur Jónsson
Skímir
eiga við dráttarbát, en Guðmundur taldi það geta alveg eins
átt við botnvörpuskip, og svo varð. Orðið útrýmdi skjótlega
trollurum úr talmáli og botnvörpungum úr ritmáli, þó að
eiginnöfn eins og Félag íslenzkra botnvörpuskipaeigenda sjá-
ist enn þá einstöku sinnum. Guðmundur var manna orð-
hagastur og lagði m. a. til, að notað yrði orðið vatnsveita,
þegar efna skyldi til þeirra framkvæmda að ná drykkjar-
vatni úr Gvendarbrunnum handa Reykvíkingum á fyrsta
áratugi aldarinnar. Sagðist hann hafa verið að leita að orði
yfir anlæg á dönskunni. En dæmi um orðið vatnsveita má
finna á 19. öld.
Þegar eg kom heim til Islands að loknu námi, var fossa-
málið, er svo var kallað, ofarlega á baugi. Milliþinganefnd í
fossamáinu hafði verið skipuð 22. okt. 1917. Starfaði hún all-
mikið og lagði fyrir Alþingi 1919 mikið nefndarálit og frum-
vörp til laga. Aðalfrumvarpið var vatnalög, en önnur um
hagnýtingu raforkunnar hér á landi. f 1. kafla frumvarpsins
til vatnalaga voru orðaskýringar. Þar getur að líta ýms ný-
yrði, er þeir nefndarmenn lögðu til, að upp væri tekin, en
meðal nefndarmanna voru vel orðhagir menn, þeir Guð-
mundur Björnsson landlæknir, Bjarni Jónsson frá Yogi, auk
annarra nefndarmanna. f orðaskýringunum eru m. a. orðin:
Fallvatn, frumdrœttir, fullnaSardrœttir, iSja, iSjuhöldur, iSfu-
ver, lágflæSi, orkuver, sérleyfi, vatnsmiSlun og vatnsvirkj-
ari,1) er öll hafa festst í málinu og orðið algeng, nema lág-
flæSi um venjulegt lægsta vatnsborð og vatnsvirkjari um
mann, sem kemur fyrir neyzluvatnsæðum. Það hefir orðið
algengara að tala um lágrennsli í á eða lægsta og hæsta vatns-
borð í stöðuvatni, en flóSrennsli í á, þegar vatnavextir eru
miklir. Hefir því lágflæSi ekki vanizt.
Auk frumvarpsins til vatnalaga samdi nefndin frumvarp
til laga um raforkuvirki. Er raforkuvirki látið tákna „virki
og tæki fyrir rafmagnsstraum með svo miklu magni og svo
hárri spennu, að hætta geti stafað af“. í frumvarpinu er tal-
J) Finna má eldri dæmi um sum þessara orða, t. d. kemur frum-
drœttir fyrir i LFR. 14,340.