Skírnir - 01.01.1962, Síða 55
Skírnir
Um nýyrði í tæknimáli
51
að um raforkuvirkjara, er að loknu prófi fái rétt til að ann-
ast uppsetningu og viðhald raforkuvirkja.
Þótt undarlegt megi virðast, hafa hvorug orðin vatnsvirkj-
ari né raforkuvirkjari náð fótfestu. Höfundamir hafa hugsað
sér þau likt og setjari í prentsmiðju, en ekki talið líklegt, að
orðið seti gæti verið fyrirmynd, né karlkynsorðið virki.
Þegar orðanefnd Verkfræðingafélagsins, sem síðar verður
getið, tók til starfa, lagði Guðmundur Finnbogason eindregið
til, að notað yrði karlkynsorðið virki í stað virkjari, t. d. vél-
virki, rafvirki, svo og vélseti, rafseti fyxir maskinmonter og
elektrisk montar á dönskunni. Eg minnist þess, að ýmsum
þótti hæpið, að þessi orðmynd, virki, myndi festast. Væri
t. d. ekki líklegra að nota yrki, sbr. einyrki, og segja rafyrki,
vélyrki? En virki varð fyrir valinu og hefir komizt vel inn,
og komin er hér fram fjölmenn rafvirkjastétt. Hins vegar
hafa orðin vélseti og rafseti ekki náð sömu fótfestu. Talað
er að vísu um vélsetningu, rafsetningu og setningamenn, um
að setja niður vél, rafvél eða rafbúnað, en þó mun algengt
að tala um að montera eða þá, að orðið virki er notað einn-
ig um montör.
I prentsmiðjumálinu hefir vélsetning ákveðna merkingu
um leturgerð með vél og vélsetjari er maður, sem vinnur það
verk, til aðgreiningar frá handsetjara.
Karlkynsorðmyndin rafvirki, rafmagnsvirki í samanburði
við virkjari, virðist mér dæmi um það, að gamlar orðmyndir
geti náð fótfestu í málinu, þótt yngri myndanir eins og virkj-
ari gætu talizt liklegri í fljótu bragði. Þannig er heldur eigi
loku fyrir það skotið, að seti geti haldizt í stað setjari. Við
höfum orðið háseti og liggur því nærri að tala um vélseta og
rafseta við setningu véla og rafbúnaðar. Fyrrum var talað
um niSurseta og niSursetu um pilt og stúlku, er voru niður-
setningar á bæjum, sem nú er aflagt. En eins og áður var að
vikið, er oftast talað um rafvélavirkja, bifreiSavirkja o fl.
um þá menn, sem annast setningu rafvéla og bifreiða svo og
lagningu ýmiss konar lagna, svo sem raflagna og pípulagna,
þ. e. vatnslagna, hitalagna o. fl.
Þá er einnig eftirtektarvert, að karlkynsorðið virki fer