Skírnir - 01.01.1962, Page 57
Skírnir
Um nýyrði í tæknimáli
53
Þá var enn eftir vandinn að festa orðið afl í öðrum sam-
böndum i merkingunni power í enskunni, Leistung í þýzk-
unni eða puissance í frönskunni. Þetta var eigi svo auðvelt,
því allt frá dögum Jónasar Hallgrímssonar hafði afl verið
notað í merkingunni kraftur. Aðdráttarafl jarðar, aflfræði
o. fl. Jónas valdi orðið af fagurfræðilegum ástæðum og tók
það fram yfir kraftur, sem þó er afbragðsorð. Á dögum Jón-
asar var ekki orðin þörf á að greina á milli kraftar og afls.
Þá var gufuvél Watts að byrja sinn þróunarferil. Vélaöldin
var að fæðast.
Það er ekki völ á betra orði en afl um power, ber því nauð-
syn til að breyta orðunum, þar sem afl var áður látið tákna
kraft. Verður því að tala um aðdráttarkraft jarðar, kraftfrœði
o. fl. Er raunar furða, hversu mjög virðist hafa verið sneitt
hjá orðinu kraftur, sem þó ber styrkinn í hljómnum. Kraft-
ur verður þá sömu merkingar og force í enskunni og frönsk-
unni.
Með þessum orðum, kraftur, afl og orka, í tilgreindum
merkingum, eru fengin grundvallarhugtök kraftfræðinnar.
Mun nú svo komið, að þau eru notuð við kennslu í eðlisfræði
í skólum, og þá mun þeim borgið. Eiga kennarar þakkir skilið
fyrir það. Þó ber mjög á því í blöðum, að menn átta sig ekki
vel á hugtakinu afl og orða klaufalega lýsingar á stærð afl-
véla eða rafstöðva. T. d. var sagt um vélaviðbótina í Irafoss-
stöðinni, að nýja samstæðan framleiddi 15500 kw. Þetta má
telja ranglega orðað eða a. m. k. óskýrt hugsað. Vélasamstæð-
an er 15500 kw að afli, segja má og, að stærð eða afl véla-
samstæðunnar sé 15500 kw.
Þessari vélasamstæðu er ætlað að framleiða raforku og get-
ur hún framleitt orkuna 15500 kílówattstundir á klst., ef hún
er látin starfa með fullu afli allan tímann. Ef nýtingartími
samstæðunnar væri 4000 stundir á ári, væru orkuframleiðsla
hennar 15500X4000 = 62 milljónir kwst. á ári.
Eg minntist á þessi atriði í útvarpsþætti um raforkumál
fyrir nokkrum árum, en ekki hefi eg orðið var við, að það
breytti neinu. Þess vegna tel eg rétt að endurtaka það hér og
einnig minnast á notkun orðsins framleiðsla, sem er ágætt