Skírnir - 01.01.1962, Page 58
54
Steingrímur Jónsson
Skírnir
orð í viðskiptafræðum sömu merkingar og orðið produktion
á Norðurálfumálum. En algengt er orðið að nota framleiðsla
miklu víðtækara í islenzku í ýmsum merkingum, þannig að
lýti verða að, þegar óskýrt er talað og hugsað. Það er algengt
að nota framleiðsla einnig um fabrikation, en þar á betur
við í íslenzku að nota vinnslu, smiSi (skósmíði), gerð (öl-
gerS>) o. fl., eftir því hvað um er að ræða. Mjólkurbúin taka
mjólk til vinnslu, en framleiðsla búanna eru afurðir þeirra,
sem unnar hafa verið og hafðar eru til sölu. Ekki nær neinni
átt að tala um, að kýr framleiði mjólk eða sauðkindin kjöt
og ull, sem þó hefir heyrzt. Á sama hátt er viðkunnanlegra
að tala um orkuvinnslu rafstöðvar en orkuframleiSslu, þegar
talað er um stöðina sjálfa. Orkuvinnslan er meiri en fram-
leiðslan, sem nemur eigin notkun stöðvar og orkuflutnings-
töpum frá stöð til afhendingarstaða orkunnar, þar sem hún
er seld.
Dr. phil. Björn Bjarnason frá Yiðfirði flutti fyrirlestur í
Verkfræðingafélagi Islands árið 1918 um nýyrði og hvatti
félagið til að heita sér fyrir nýyrðasöfnun í tæknimáli. Er-
indið var mjög góð hvatning til málverndar. Var því tekið
hið bezta. Tóku ýms félög vel í þátttöku um málið undir
stjórn Verkfræðingafélagsins. Vélstjórafélagið, kaupmanna-
félög og verzlunarmenn, Iðnaðarmannafélagið o. fl. veittu ár-
legan styrk til þessa starfs, en Verkfræðingafélagið skipaði
3 menn í orðanefnd, þá Dr. Guðmund Finnbogason síðar
landsbókavörð, Dr. Sigurð Nordal prófessor og vegamálastjóra
Geir Zoega, en auk þess gat nefndin tekið sér til aðstoðar
tæknifróða menn á hverju sviði. Þannig.var Ólafur T. Sveins-
son skipaskoðunarstjóri til aðstoðar við samningu reglugerð-
ar um öryggi skipa, Garðar Gíslason stórkaupmaður til að-
stoðar í verzlunarmáli o. fl.
Þegar eg kom í þjónustu Reykjavikurbæjar á árinu 1920,
var mér falið m. a. að semja reglur um raflagningar handa
rafmagnsveitunni og varð þá fljótt var við, að mig skorti heiti
á íslenzku um flest það, er að rafveitu og raflagningum laut.