Skírnir - 01.01.1962, Síða 59
Skírnir
Um nýyrði í tæknimáli
55
Raflagningamennirnir, er þá störfuðu í bænum, höfðu feng-
ið verkkunnáttu sina í ýmsum löndum, svo sem Noregi, Dan-
mökru, Ameríku og notuðu aðallega það málfar, er þeir höfðu
numið erlendis, hver í sínu landi. Rafveitur innanhúss voru
kallaðar installasjónir eða innlagningar og þeir, sem unnu
við þær, innlagningamenn eða raflagningamenn, en frá 1910
höfðu starfað í Reykjavik gaslagningamenn. 1 þessum inn-
lagningum var talað um grúppur (danska) eða kúrsa (norska)
og branch í enskunni, sikringa eða sikringar, kontakta (stik-
kontakta), leiSslur, leiðara eða snúrur. Talað var og um jafn-
straum og víxlstraum. Jafnstraumur (d. jævnstram) er allt
of óskýrt orð í íslenzku. Það, sem átt er við, er, að hann fer
ávallt í sömu átt, er einstefnustraumur, en getur verið ærið
ójafn að magni. Á dönskunni er m. a. talað um pulserende
jœvnstmm, sem færi ekki vel í íslenzku.
Mér fannst mikill vandi á höndum og varð fljótt fyrir að
leita til orðanefndarinnar, er áður var getið. Brugðust þeir
málfræðingarnir vel við og héldum við reglulega fundi all-
marga. Þótti mér mikill fengur að fundum þessum, og á eg
margar góðar endurminningar frá þeim. Guðmundur Finn-
bogason var ákaflega hugkvæmur og orðhagur. Hefir hann
auðgað íslenzkt mál líklega mest allra nútíðarmanna. Hann
þýddi m. a. rit um tónlist og um stærðfræði fyrir Bókmennta-
félagið, aðeins til þess að spreyta sig á íslenzku máli á þess-
um sviðum, en kom auk þess víða við, á flestum sviðum. Sig-
urður Nordal var hinn öruggi smekkmaður á íslenzkt mál
og dæmdi um, hvort tillögur Guðmundar væru líklegar til
festu í málinu. Hann kom og oft fram með góðar tillögur,
og unnu þeir nefndarmenn frábærlega vel saman. Venjulega
komu hugmyndirnar fram hjá Guðmundi eins og ósjálfrátt,
og oft var um ýmsar leiðir að velja, er fljótt sýndi mér auð-
legð málsins. Ef Guðmundi datt ekkert nothæft orð í hug,
fletti hann upp hugtakinu á latínu í Clavis Poetica, orðabók
Benedikts Gröndals Sveinbjarnarsonar. Þar stóðu þá sam-
svarandi orðstofnar á íslenzku. Síðan mátti fylla út að mál-
fræðilegum reglum og fá fram sögn, einkunn eða nafnorð.
Á fundum þeim, er eg sat, lagði eg fram orðalista á er-