Skírnir - 01.01.1962, Page 60
56
Steingrímur Jónsson
Skirnir
lendu máli og skýrði, en þeir nefndarmenn þýddu á íslenzku.
Eg hélt ekki sjálfur dagbók um fundina, en hreinritaði að-
eins þau orð, er við höfðum orðið ásáttir um og notaði þau
í starfi minu. Eg man nú ekki lengur, í hvaða röð orðin komu,
en á einum fyrstu fundunum kom fram orðið lögn um in-
stallasjon. Varð eg mjög feginn því að geta skilið á milli
verknaðarins og hlutarins, talað bæði um raflagningu og raf-
lögn. Var þetta fljótt að ná fótfestu í málinu.
Þá komu einnig snemma til athugunar orðin jafnstraum-
ur og víxlstraumur. Um fyrra orðið hafa Bretar direct cur-
rent, en Norðmenn likeström, Svíar likström og Danir jævn-
strom, sem áður var getið, Þjóðverjar Gleichstrom. Víxl-
straumur var hins vegar alternating current á enskunni, en
vekselström á Norðurlandamálunum og þýzku. Á íslenzku
höfðu einnig komið fram breytistraumur og byltistraumur
(Frímann B. Arngrímsson 1894). Þeir nefndarmennimir
gerðu tillögur um rakstraum, af því hann fer rakleitt og riS-
straum, af því hann riðar eða sveiflast fram og aftur. Þessi
orð hafa útrýmt fyrri orðum. Pulserende jævnstrom á dönsk-
unni fekk nafnið sláttstraumur (sbr. æðaslátt).
Þá komu snemma fyrir í nefndinni hlutar raflagna í hús-
um inni. Talað var um höfuðleiðslu og eftir dönskunni „stige-
ledning“, er síðan greindist um húsið. Nefndin lagði til, að
talað yrði um stofn, kvíslar og greinar. Stofninn byrjar við
stofnvar við útvegg í húsi, en þangað liggja taugar frá veitu-
kerfi rafveitunnar til sambands við húslögnina. Þær taugar
voru kallaðar stikledninger á dönsku og horne service con-
nections á ensku. Tillaga hafði komið fram um húsálmu á
íslenzku, en svo kom Guðmundur Bjömson fram með heim-
taugar, sem nú er fast í málinu og af því dregið heimœöar,
þegar um pípulagnir er að ræða fyrir heitt eða kalt vatn o. fl.
Stofninn greinist við kvisldósir og liggja þaðan kvíslar til
greinspjalda (d. fordelingstavler), sem á eru vör (sikringer),
rofar og mælar og eru því einnig nefnd varspjöld eða mæli-
spjöld. Frá greinspjöldunum liggja greinar til lampastæÖa
og tengilstæÖa (Ijósagreinar) eða til eldavélar (suSugrein)
eða til vélar (vélagrein, í smiðjum). Á ljósagrein geta verið