Skírnir - 01.01.1962, Qupperneq 61
Skírnir
Um nýyrði í tæknimáli
57
mörg lampastæði, og var það orð eitt af fáum heitum, sem
kom þegar í upphafi þessarar tækni hérlendis.
Auk þess eru rofar eða snerlar (d. sfcramafbryder, n. ström-
bryter, straumrofi; drejeafbryder, snerill), þau heiti voru
komin áður og tenglar (áður stikkontaktar). Tengillinn hefir
fastan hluta, sem í er stungið tengilkló eða tengilkvísl á lausa-
taug, en fasti hlutinn var nefndur tengilfalur eða tengildós
(d. stikkontaktdáse, e. socket). Heyrzt hefir verið notað orðið
ístunga, en óvíst, hvor hlutinn er. Bríet Bjarnhéðinsdóttir,
ritstjóri Kvennahlaðsins notaði ávallt þetta orð. Orðið tengil-
falur heyrist sjaldan notað, en dós er tíðari. Lampafalur er
oftar notað um lampahölduna, er í er skrúfuð ljóskúla gló-
lampa. Stundum er rofi við tengilinn og áfastur, rofatengill.
Lausataugin, sem tengd er við tengilinn með klónni, ligg-
ur að raftæki, sem venjulega er færanlegt, og er lausataugin
nú orðið nær því ávallt fasttengd tækinu, hvort heldur er
lampi, ofn, brauðrist, strokjárn eða annað notkunaráhald
raflagnar.
Af orðum, sem nokkrar umræður urðu um, má nefna elek-
trisk kabel á dönsku og jordkabel (e. cable). Tillögur voru
um að nota erlenda orðið og kalla kabil, en í daglegu tali
varð þetta fljótlega kapall, kaplar. Orðanefndin taldi, að
strengur myndi venjast fljótlega, rafstrengur, jarSstrengur,
símastrengur o. fl. Varð það tillaga nefndarinnar, er hefir
reynzt vel. Þótt kapall heyrist í talmáli, er einkum notað
orðið strengur, en myndin kabill hefir horfið.
Þegar kom til orðsins mótor kaus nefndin hreifill (með ein-
földu i) og taldi eigi ólíklegt, að það myndi keppa vel við
mótor. Blaðamenn tóku orðið fljótlega upp, en með tvöföldu
i, sem hreyfill, og þannig hefir það komizt vel inn. Er það
á góðri leið að útrýma orðinu mótor. Á Vestfjörðum heyrði
eg menn tala um motrana. Hefir það á sér íslenzkan blæ,
nf. motr. Þrátt fyrir það er líklegt, að hreyfill verði sigur-
sælli. Síðar í nefndarstarfinu kom orðið hverfill fram um
túrbínu, sem í fyrstu var ætlað að halda. Hefir það reynzt
vel, vatnshverfill, eimhverfill, gashverfill, en einstaka sinn-
um má sjá, að hreyfli og hverfli er ruglað saman. Hið fyrra