Skírnir - 01.01.1962, Side 62
58
Steingrímur Jónsson
Skírnir
kemur fyrir motor (,,engine“), en hið síðara fyrir túrbínu.
Af tegundum hreyfla, er orðanefndin tók fyrir, voru í raf-
tækninni: ráðhreyfill (d. serie-motor), affallshreyfill (d. og
e. shunt motor). Orðið sjúnt var notað í talmáli um skeið,
en affall mun þó einkum vera ritmál. Þá var slyngihreyfill
(d. kompound motor), nafnið kemur af því, að segulvefj-
urnar eru samanslungnar raS- og affallsvefjur. Af því hefir
svo komið að nota slunginn um kompound og komplex í öðr-
um samböndum.
Þá voru orðin dýnamó og generator. Nefndin lagði til, að
fyrir elektrisk generator á dönskunni yrði notað rafali og má
þá skoða síðara hluta þess orðs, ali, sem þýðingu á geherator
og t. d. kalla einnig steam generator, sem er algengt tækni-
heiti í enskunni um eimketil, einnig eimala. En þetta hefir
þó ekki verið notað. Orðið rafali komst inn í málið og fljót-
lega kom einnig fram myndin rafall um hið sama. Þegar
það kom fram, lagði nefndin til, að fleirtölumyndin yrði þó
áfram rafalar eins og af rafali, en ekki raflar, þótt rafall sé
notað í eintölu. Mun það oftast vera notað þannig.
Rafalarnir eru aðallega tvenns konar, rakstraumsrafalar og
ri'Sstraumsrafalar. Hinir fyrrnefndu voru oftast nefndir dýna-
móar í upphafi, en það orð er óðum að leggjast niður, bæði
erlendis og hérlendis.
Fyrir orðið transformator var notað i fyrstu spennubreyt-
ir, spennubreytivél, breytuöur eða breytandi (Frímann B.
Arngrímsson 1894). Nefndin lagði til, að notað yrði spennir.
Hefir það gefizt ágætlega og fallið vel inn í margs konar
samsetningar, en stundum virðast ótæknifróðir menn ruglast
á orðunum spenni og spennu, og t. d. kalla ranglega spennu-
slöS í stað spennistöS, sem er fyrir spennis-stöS eða spenna-
stöS.
Orðið yfir omformer eða converter um vél, er breytir
straumi, heppnaðist ekki eins vel í fyrstu og yfir transformer.
Komin voru heitin straumbreytir, rafbreytivél og breytill, en
þessi orð hafa lítt náð festu, sem tæplega er von, a. m. k. um
tvær síðari tillögumar. Um orðið er þó oft notað straumbreytir
eða riSbreytir eftir því, hvort heri að leggja á meiri áherzlu