Skírnir - 01.01.1962, Page 63
Skírnir
Um nýyrði í tæknimáli
59
hverju sinni. I stað síðast nefnds orðs er nú töluvert notað
ridill og áriSill um vél, sem breytir rakstraumi í riðstraum,
en einkum er þó notað afriSill um Gleichrichter á þýzku eða
rectifier á ensku. Orðið afriSill var tillaga frá orðanefndinni
um tæki eða vél til að breyta riðstraumi í rakstraum. Hefir
það gefizt mjög vel.
Orðin leiSari og leiSsla um rafmagnsvír olli nokkrum um-
ræðum í orðanefndinni. Lagði hún til, að orðið leiSir yrði
notað, beygt eins og læknir. En hin orðin voru komin inn
í daglegt mál og væntanlega yrði erfitt að útrýma þeim það-
an. LeiSarar eru og nefndar ritstjórnargreinar í dagblöðun-
um. Nefndin taldi, að það þyrfti ekki að saka á þessu sviði.
Leiðir væri rétt myndað og smekklegra orð. Var því leiSir
tekið upp í orðaskrá nefndarinnar um leiðinn vír. Hefir orð-
ið haldizt í ritmáli jöfnum höndum við fyrri orð, en þó er
oftar talað um taugar og línur, og leiðsla er orðið sjaldgæft
í þessari merkingu.
Eg minnist þess einu sinni, er við skyldum halda orða-
nefndarfund heima hjá Guðmundi Finnhogasyni. Var þar
staddur nafni hans Guðmundur Friðjónsson, skáld frá Sandi,
Hann hafði áhuga á starfi nefndarinnar og bað um að mega
sitja fund okkar. Var því vel tekið. Hann lagðist upp í legu-
bekk og fylgdist þaðan af áhuga með fundarstörfunum. Við
ræddum m. a. um akkúmúlator og batteri, cellur og element
i batteríi o. þ. h. orð. Guðmundur Finnbogason var á því, að
akkumúlator-cella gæti heitið hörgur. „Já, og hörgaborg,“
varpaði Guðmundur Friðjónsson fram um akkumulatorbatterí.
Ekki var tekin ákvörðun um nein þessara orða á þeim fundi.
Var talið æskilegra að ræða fleiri orð í þessu sambandi áður.
Síðan var samþykkt að halda sér við geymi um akkumulator,
enda var það þegar komið í málið. Elektrisk akkumulator
varð þá rafgeymir, akkumulator-cella varð geymishlaS, en
batterí varð hlaSa, elektrisk akkumulatorbatteri rafhlaSa. Inn-
lendu orðin hafa vanizt vel, en þó munu hin útlendu enn
oft notuð í talmáli.
Þegar Rafmagnsveita Reykjavíkur tók til starfa 1921, var
raforkan ýmist seld um orkumæla (kilowattstundamæla),