Skírnir - 01.01.1962, Page 69
Skirnir
Uxn nýyrði í tæknimáli
65
málastjóra. Vinnur það að hagrœSingu (rationalisering) og
öðrum umbótum í stjórn og rekstri fyrirtækja. Stjórn félags-
ins hefir einnig skipað orðanefnd, er vinnur að þýðingu nýrra
hugtaka á þessu tæknisviði.
Við Iðnaðarmálastofnun Islands koma fyrir störf á ýms-
um sviðum, er krefjast nýrra heita á íslenzku fyrir hin er-
lendu orð. Hafa að tilhlutan stofnunarinnar komið fram ýms
nýyrði. Má m. a. nefna í því sambandi að stáSla og stöSlun
fyrir standardisera og standardisering, er komu fram fyrir
nokkrum árum og eru einkar þjál. Þá hefir stofnunin komið
á framfæri orðinu framleiSni (Halldór Halldórsson prófessor)
um nýtni framleiðslu, auk margra annarra orða í tímariti
stofnunarinnar.
Án efa eru fleiri nefndir og margir einstakir menn, sem
starfa hver um sig á sínu sviði og leitast við að íslenzka er-
lend heiti og hugtök, er þeir þurfa á að halda, en fáir vita
um út í frá, og verður það starf því ekki sameign margra.
Það sem því á skortir og raunar kemur fram í því, sem
rakið hefir verið hér að framan, er samstarf nefndanna og
milli manna, sem starfa að auðgun íslenzkrar tungu á þenna
hátt og að málvöndun. Virðist mér einsætt, að stofna þurfi
miðstöð, sem annast nýyrðasöfnun, líkt og orðanefndirnar
á hinum Norðurlöndunum. Sem stendur starfa orðanefndir
V.F.I. lítið, að því er eg bezt veit, enda þeirra svið of þröngt
fyrir öll þau svið, er miðstöð þyrfti að geta rækt. Er líklegt,
að Iðnaðarmálastofnun Islands gæti haft forustu um skipu-
lagningu þessa starfs í nefndunum á tæknisviðinu, væri henni
lagt fé til starfans. Við Háskóla Islands mætti þó búast við
enn víðtækara starfi. Til miðstöðvar þar gætu menn snúið
sér og fengið vitneskju um, hver orð væru komin fyrir á
hverju sviði, svo komizt yrði hjá ruglingi þeim, er áður hef-
ir ríkt og hér að framan var að nokkru getið.
En til þess að koma slíkri miðstöð á, þarf nokkurt fé. Þótt
ekki sé hugsað um prentun, þarf starfslið til söfnunar orða-
lista og til að veita upplýsingar þeim, er til miðstöðvarinnar
vilja leita.
5