Skírnir - 01.01.1962, Side 71
Skírnir
Ljóðin og tungan
67
hygg ég, að enn sé ótalin sú perlan, sem dýrust er í okkar
þjóðareign, en það er þjóðtungan, íslenzkan, „ástkæra, ylhýra
málið, og allri rödd fegra“. Líkt og við höfum litið á landið
sem móður, sem alið hefur okkur við brjóst sín, má segja, að
tungan hafi alið og fóstrað menningu okkar um aldimar —
verið okkar andlega móðir. Islenzk tunga hefur og verið og
er enn undirstaða og gmndvöllur þess, að við getum varðveitt
þau gæðin, sem við nú teljum dýrmætust í eigu okkar, og
notið þeirra. Ef við glötum tungunni, verða fornbókmennt-
irnar okkur framandi og handrit feðranna lítils virði, og án
hennar mundi okkur hvorki haldast til lengdar á frelsinu né
ættjörðinni. Þeim, sem hins vegar aðeins meta hin stundlegu
gæðin, em allir staðir jafnkærir, líkt og kettinum, sem fór
sinna eigin ferða, ef ekki skortir þar skemmtanir og þægindi.
Verður ekki um þá rætt í þessu sambandi.
Á það hefur oft verið minnzt bæði í ræðu og riti, og ekki
að ástæðulausu, að okkur sé mikill vandi og ábyrgð á hönd-
um að gæta okkar unga frelsis og fullveldis. En hitt er þó
ekki síður nauðsyn og vandi að gæta íslenzkrar tungu og
vemda hana. Islenzk tunga er engan veginn dauður hlutur,
varðveittur á gömlu skinni og gulnuðum blöðinn né heldur
í orðabókum. Það er ekki unnt að læsa hana inni í eldtraustu
hólfi í banka líkt og verðbréf eða peninga. Hún er lifandi
fjársjóður á vömm þjóðarinnar sjálfrar. Hún er gróandi meið-
ur, sem hverri kynslóð er trúað fyrir að annast og vernda
og hlúa að. Hún er það tré, sem sífellt skýtur nýjum sprot-
um og laufum, um leið og það fellir gömul blöð. Og því örar
visna lauf og fjúka út í buskann og týnast, sem minna er
um stofninn hirt og að honum hlúð. Og þá er stærsta hættan
þessi, að við tökum að hengja gervilauf á greinamar og hætt-
um jafnvel smátt og smátt að þekkja þau frá hinu lifandi
laufskrúði. En séum við sjálf vakandi og vanrækjum hvorki
né vanhirðum hið aldna tré, er það þegar margsýnt og sann-
að, að frjómáttur þess er nægilegur til þess að skjóta nýjum
sprotmn og laufum í heilbrigðum og eðlilegum lífstengslum
við stofn sinn og rót.
Nú er, eins og kunnugt er, ötullega að því unnið að leita að