Skírnir - 01.01.1962, Side 72
68
Sveinn Víkingur
Skimir
og safna saman hinum visnuðu laufum málsins, sem fokið
hafa af hinu lifandi tré, sum endur fyrir löngu og orðin
gleymd að mestu. Orðabókarnefndin vinnur þar mikið starf
og gott, og mann undrar satt að segja á því, hve mikill sá
forði er, sem þegar hefur verið bjargað á síðustu stundu frá
algerri gleymsku. Sennilegt er, að nokkur af þessum foknu
laufum kunni að mega græða á greinar stofnsins og gera lif-
andi á ný, enda þótt flest þeirra eigi úr þessu ekki aðra fram-
tíð en þá að geymast sem úreltir fomgripir í orðabókum.
En þrátt fyrir það halda þau þó sínu sögulega gildi, og vel
sé þeim, er hafa bjargað þeim á elleftu stundu frá algerri
glötun. En það, sem mestu varðar, er þó ekki söfnun gam-
alla orða, heldur hitt að hlúa að hinum lifandi meiði máls-
ins, svo að hann megi sífellt bera nýtt laufskrúð í stað þess,
sem fölnar og fellur, er vaxi að fjölbreytni og samsvari þörf
og kröfum hvers tíma. Þetta er ekki og getur ekki orðið sér-
verkefni málfræðinganna, nema að mjög takmörkuðu leyti.
Það er hlutverk og skylda fólksins sjálfs, hverrar kynslóðar,
að auðga málið. Því það er á vörum alþýðunnar, sem hið
lifandi mál hefur skapazt og mun skapast eða vanskapast á
komandi tíð.
Þegar Island byggðist, var ein og sama tunga töluð um öll
Norðurlönd, eða svo lík að minnsta kosti, að engum örðug-
leikum olli fyrir fólkið að skilja hvert annars mál. Nú er svo
komið fyrir löngu, að hvert þessara landa hefur sína þjóð-
tungu, auk þess sem verulegur munur er á málfari í hinum
einstöku héruðum. Og enda þótt Danir, Norðmenn og Svíar
tali nú svo sviplikt mál, að þeir skilji nokkum veginn hverir
aðra, þá em þessar tungur orðnar svo fjarlægar frumnorræn-
unni eða samnorrænunni, að hún lætur þeim framandi í eyr-
um. Færeyingar, sem þó lifðu við einangmn líkt og við, týndu
einnig sinni upphaflegu tungu, þótt þeir að vísu hafi fleira
varðveitt úr fomtungu sinni en hinar Norðurlandaþjóðimar.
Það hefur orðið hlutskipti okkar fslendinga einna að varð-
veita tunguna svo vel, að við getum enn í dag lesið og skilið
fornmálið án teljandi fyrirhafnar.
Og nú er harla eðlilegt, að sú spurning vakni, hverju það