Skírnir - 01.01.1962, Page 73
Skímir
Ljóðin og tungan
sé einkum að þakka, að okkur einum tókst að varðveita hina
fornu tungu lítið breytta, en nágrannaþjóðirnar týndu henni
að verulegu leyti.
Sumir þakka þetta einangrun þjóðarinnar. Og vafalaust
hefur hún átt hér í nokkurn þátt, en þó engan veginn allan.
Ekki voru Færeyingar síður einangraðir en við. Og ekki voru
Jótar einangraðir frá Eydönum, og þróaðist þó mál þeirra sitt
með hvorum hætti, svo að vart skilja þeir nú hvorir aðra.
Aðrir þakka þetta einkum því, að sagnaritarar okkar og
fræðimenn skrifuðu sín fráhæru rit á móðurmálinu sjálfu
þegar frá upphafi, en ekki á latínu, svo sem tíðkaðist með
öðrum þjóðum. Vafalaust er nokkuð rétt í þessu. En þó hygg
ég, að þar sé af mörgum of mikið úr gert. Handritin af þess-
um sögum voru um aldir í fárra manna höndum. Þau voru
engan veginn almannaeign. Þar við hættist, að allur þorri
þjóðarinnar var hvorki læs né skrifandi. Lestur þessara fomu
handrita, sem ekki vom til nema í sumum byggðarlögum og
fáir einir gátu lesið, hafa því naumast getað átt verulegan
þátt í því að varðveita mál alþýðunnar, t. d. á öldunum fyrir
siðaskiptin. En þá hafði dönsk tunga þegar fyrir um það bil
tveim öldum tekið svo miklum breytingum, að Danir skildu
ekki lengur hina fomu samnorrænu tungu, sem Islendingar
þá töluðu tiltölulega lítið breytta.
Ég tel mig nú hafa fært nokkur rök að því, að hvorki ein-
angrunin né sagnaritunin á móðurmálinu, né þetta tvennt í
sameiningu, sé fullnægjandi skýring á því, að okkur einum
tókst að varðveita hið foma mál á tungu þjóðarinnar. Það,
sem hér gerði gæfumuninn að mínu viti, var sú staðreynd,
sem raunar er ekki fullskýrð, en óhagganleg eigi að síður,
að við vomm frá upphafi skáldhneigðari en frændþjóðirnar
á hinum Norðurlöndunum og gerðum tungu okkar að ljóðs-
ins tungu. Orsök þessa kann að mega rekja til blóðblöndunar
okkar við Ira, sem sennilega hefur verið öllu meiri en flestir
fræðimenn hafa haldið til þessa. En það mál hefur enn ekki
verið rannsakað eins og skyldi. En hvað sem um það er, er
öldungis víst, að ljóðagerð hefur verið furðulega almenn á
landi hér frá upphafi Islands byggðar og frásagnir í ljóðum