Skírnir - 01.01.1962, Side 76
72
Sveinn Víkingur
Skimir
fólkstölu, hygg ég þó varla leyfilegt að draga af því þá álykt-
un, að í okkur sé meira skáldaeðli en öðrum þjóðum. Verður
því þó ekki neitað, að þessi fámenna þjóð hefur borið gæfu
til að ala og eignast furðulega mörg afburðaskáld, svo að Ijóð
þeirra standa ekki að baki því, sem bezt er meðal margra
hinna fjölmennari þjóða. Hér hafa jafnan margir ort, þótt
ekki væru skáld, ort sér til dægradvalar og hugarhægðar, en
hvorki til lofs né frægðar. Skáldiðjan var orðin okkar þjóðar-
íþrótt á svipaðan hátt og þjóðdansar með öðrum þjóðum. Og
þessi íþrótt var þannig, að svo að segja allir gátu lagt stund
á hana, ef þeir áttu sæmilegt vald á málinu, konur og karlar,
ungir og gamlir, heilir og vanheilir. Ljóðagerð og ljóðaflutn-
ingur var hin almennasta skemmtun fólksins, og snemma
varð hún öðrum þræði að minnsta kosti fremur orðaleikur
og rímþrautir en eðlileg og einföld tjáning þess, sem inni fyr-
ir bjó, eða vottur um skáldlegt háfleygi og andagift.
Líkt og íþróttir stefna til vandleystari þrauta og hærri
meta, stefndi og ljóðaíþróttin til æ örðugri viðfangsefna. Þar
nægðu ekki lengur stuðlar, höfuðstafir og hið einfaldasta rím,
heldur var rímið gert sífellt flóknara og vandasamara og hátt-
unum fjölgaði stöðugt. Snorri nefnir dæmi um nær hundrað
mismunandi hætti í Háttatali sínu. Eru margir þeirra harla
örðugir viðfangs, ýmist sökum rímþrauta eða formsins að
öðru leyti. Til rímþrauta má telja kimblaböndin, þar sem
tvö hin síðustu orð hverrar ljóðlínu skyldu ríma saman og að
auki að nokkru við hið þriðja orðið í hendingunni. Kimbla-
bönd hin mestu byrja svo hjá Snorra:
Hræljóma fellr hrimi, tími
hár vex of gram sára ára,
frost nemr, of hlyn Hristar, Mistar
herkaldan þrom skjaldar aldar.
Þó tók nú fyrst verulega í hnjúkana, er yrkja skyldi eftir
refhvarfahætti, en þar varð, auk venjulegra stuðla, höfuð-
stafa og ríms, að haga svo til, að hvert vísuorð gæti haft öf-
uga merkingu við næsta orð á undan. Snorri tekur þar dæmi,
og er þetta upphafið: