Skírnir - 01.01.1962, Síða 77
Skírnir
Ljóðin og tungan
73
Siks glóðar verr sœkir
slétt skarð hafi jarðar,
hlífgranda rekr hendir
heit kQld loga Qldu.
Hér fylgjast að fjórar andstæður í hverju visuorði: Sík
(vatn) og glóð, verr og sækir, slétta og skarð, haf og jörð,
hlífa og granda, rekur og hendir (þ. e. reka frá sér, og ná í
eða grípa), heitur og kaldur, logi og alda.
Þegar tekið var að torvelda skáldskaparíþróttina með æ
flóknari háttum og rími og hæta jafnvel þraut refhvarfanna
ofan á, varð ekki aðeins að sveigja hið mjúka mál alveg til
þess ýtrasta, heldur varð mýkt þess beinlínis ofboðið. Þá var
gripið til kenninganna. En þær voru í því fólgnar að kenna
bæði menn og svo að segja hvað sem var til eins eða annars,
en þó eftir ákveðnum reglum, og búa þannig til margs konar
nýyrði, eða umskrifa nafn með því að nota mörg orð fyrir
eitt. Hönd var til dæmis nefnd haukagrund, þ. e. a. s. sú jörð,
sem fálkinn situr á, sökum þess að veiðifálkinn sat á armi
eða hönd veiðimannsins. Dæmi þess, að nafn væri umskrifað
með mörgum orðum, er að finna í vísunni, sem ég áðan
nefndi: þar sem konungurinn ver skarð jarðar slétt hafi, þ. e.
dal fullan af hafi eða sjó, en slíkur dalur er fjörður. Að vísu
eignaðist málið smátt og smátt fjölda heita á því sama. f
nafnaþulum Snorra er t. d. á annað hundrað heiti, sem not-
uð voru í stað orðsins maður. En þetta nægði ekki skáldunum
við hinar flóknu bragþrautir. Þeir urðu að húa til karlmanns-
kenningar að auki. Og tala þeirra er legíó í íslenzkum kveð-
skap.
Þegar ferskeytlan og rímurnar koma til sögunnar, er um
skeið horfið til auðveldari hátta. Svo var og um sálmakveð-
skapinn og hefur þar haldizt allt til þessa. Hins vegar urðu
rimnahættirnir smátt og smátt dýrari og örðugri viðfangs.
Kom þar til greina hringhendan, er hafði miðrím auk stuðla,
höfuðstafa og endaríms, og sléttuböndin, sem voru þannig
gjörð, að jafnt mátti vísuna kveða aftur á bak og áfram. Og
enn var sú þraut þyngd með því, að merking vísunnar skyldi