Skírnir - 01.01.1962, Page 79
Skírnir
Ljóðin og tungan
75
Hinir dýru hættir og mörgu kenningar gerðu oft vísurnar
að nokkurs konar gátum og skilningsþrautum, og menn urðu
oft að hafa sig alla við að skilja, hvað skáldið var að fara og
það þótt ekki væri um háfleygt efni að ræða. Mörgum varð
sú glima til gamans og þroskaauka, öðrum var hún til öm-
unar og gremju, og þá helzt þeim, sem illa nenntu að leggja
á sig þá fyrirhöfn og íhugun, sem til þurfti að kryfja vísuna
til mergjar.
Hér skal engin tilraun gerð til þess að rekja sögu og þróun
íslenzkrar ljóðagerðar, enda verða því efni engin skil gerð
í stuttu erindi. En á hitt verður aldrei lögð of mikil áherzla,
hvílíka geysiþýðingu ljóðagerð okkar hefur haft ekki aðeins
fyrir varðveizlu, þjálfun og auðgun tungunnar, heldur fyrir
menningu okkar í heild. Áhrif Passíusálma Hallgrims Pét-
urssonar hafa ekki orðið smávægileg í trúarefnum. Vikivakar
og danskvæði settu um langt skeið svip sinn á skemmtana-
lífið. Með miklum rétti má segja, að rímumar séu arftakar
danskvæðanna. Hvortveggja fjalla að mestu um sama efni,
hetjusögur, afrek og ástir. En rímumar eru heilsteyptari og
fastari í formi. Vinsældir þeirra urðu lika ekki aðeins al-
mennar, heldur langæjar og djúptækar. Þær vom í senn
skemmtun og fræðsla. Þær styttu langar vökur vetrarkvöld-
anna á fjölda heimila. Þær gáfu mönnum mörg umhugsunar-
og umræðuefni. Þær vom hvatning til dáða og opnuðu mönn-
um innsýn í nýjar veraldir og harla ólíkar fábreytileik hvers-
dagslífsins. Og hvað sem skáldskapargildi þeirra leið, þá fundu
menn þar hrynjandi, mýkt, styrk og fegurð málsins, brag-
eyrað varð næmara, kenningar og fáheyrð orð vöktu til um-
hugsunar og skilnings. Menn lærðu af þeim ný orð eða göm-
ul og hálfgleymd, sem mörg urðu þeim munntöm. Þannig
auðguðu rímurnar málforðann og málfarið. Að vísu má segja
um sumar rímur okkar, að þær séu meira kveðnar af íþrótt
en andagift. Eigi að síður verður því ekki neitað, að þær hafa
um langt skeið gegnt merkilegu hlutverki í þjóðlífi okkar.
Rímumar hafa orðið fyrir allmiklu aðkasti við og við allt
frá dögum Guðbrands biskups, sem fordæmdi þær af trúar-
og siðferðisástæðum, og til Jónasar Hallgrímssonar, sem réðst