Skírnir - 01.01.1962, Side 80
76
Sveinn VíMngur
Skírnir
á þær sem leirburðarstagl og að mörgu leyti óvægið og harka-
lega. Fer svo oft í umróti tímanna, að menn vilja fleygja á
öskuhauga hinu gamla, og sannast þá oft síðar og um seinan,
að kastað hefur verið fleiru en fánýtt var. Sem betur fer, stóð-
ust rímurnar allar árásir furðulega vel. Vinsældir þeirra og
frændkonu þeirra, lausavísunnar, voru til þess orðnar of
samgrónar þjóðarsálinni. Þeim var ekki fleygt á hauga, sem
betur fór. En þeim var vikið til hliðar, ekki fyrst og fremst
vegna ádeilu Jónasar, heldur vegna hins, að nýir tímar og
breytt viðhorf ollu því, að þær urðu að þoka fyrir öðrum
lestri og annarri dægradvöl á heimilunum. Segja má, að rím-
urnar séu nú á vissan hátt orðnar bautasteinar þess þáttar
í þjóðlífi okkar og menningar, sem heyrir fortíðinni til. En
letrið á þeim steini hefur ekki máðst né horfið. Og nú á síð-
ari árum hefur Rímnafélagið hafizt myndarlega handa bæði
um endurútgáfur rímna og þó einkum nýútgáfur þeirra, sem
ekki hafa áður verið prentaðar. Og eru þessar útgáfur vand-
aðar og ekki til sparað að gera þær vel úr garði. Rímnaform-
ið er langt frá því að vera lítilsvirt og gleymt. Okkar ágæt-
ustu skáld og stærstu snillingar hafa hafið það í æðra veldi,
þar sem íþróttin, andagiftin og listin hafa tekið höndum sam-
an. Ég nefni þar sem dæmi Ólafs rímu Grænlendings eftir
Einar Renediktsson. Og einnig má telja hina glettnu og snjöllu
rimu eftir örn Amarson um Odd hinn sterka. 1 Ólafs rímu
Grænlendings kemur það glögglega í ljós, hvílíkur töframátt-
ur býr í rímnaháttum okkar og hvílík getur orðið tign og
mýkt, kynngi og kraftur tungunnar á vörum snillinganna
og yndisleg og máttug sú hrynjandi, sem stuðlar, rím og höf-
uðstafir skapa. Og þá þurfum við ekki lengur að velkjast í
vafa um sannleikann í orðum skáldsins:
Falla tímans voldug verk,
valla falleg baga.
Snjalla ríman stuðlasterk
stendur alla daga.
Skilgetin systir rímunnar er lausavísan, sem verið hefur
og er enn þann dag í dag óskabam þjóðarinnar, yndi hennar