Skírnir - 01.01.1962, Side 81
Skírnir
Ljóðin og tungan
77
og eftirlæti. I henni hefur kristallazt og er enn að kristallast
hið ágætasta í íslenzkri þjóðarsál. Þar blikar skært gull and-
ans, sem aldrei fellur á, greypt í umgjörð svo fullkomna í
einfaldleik, styrk og fegurð, að ég hygg, að hvergi í víðri ver-
öld eigi sinn líka.
1 þessu erindi hef ég einknm viljað benda á tvö megin-
atriði. 1 fyrsta lagi, að ljóðagerð hefur verið þjóðaríþrótt
okkar allt frá upphafi Islands byggðar, svo almenn, svo vin-
sæl, svo samgróin þjóðarsálinni, að vart mun nokkum tíma
nokkur sveit á íslandi hafa verið svo fátæk og umkomulaus,
að hún ekki ætti hagyrðinga — og oftast fleiri en einn og
fleiri en tvo, sem ortu rétt kveðnar vísur, höfðu brageyra og
kunnu góð skil á reglum stuðla og ríms. Að hafa yfir vísur
og ljóð var um aldir ein höfuðskemmtunin á hverju heimili.
Enda var það talið einkenni á fábjánum, ef þeir ekki gátu
lært eða farið óbjagað með vísu. f öðm lagi: Ljóðagerðin og
ljóðageymdin hefur átt sterkasta þáttinn í því að viðhalda
tungunni, ekki aðeins að orðaforða, heldur og að framburði,
þar sem rim og stuðlar komu í veg fyrir, að hljóð hennar
afbökuðust og endingar orða féllu niður fyrir latmæli, svo
sem orðið hefur reyndin hjá frændþjóðmn okkar, sem þó
upphaflega mæltu á sömu tungu og við. Enn fremur urðu
ljóðin og hinir erfiðu hættir þeirra til þess að auðga tunguna
á margan hátt og efla mýkt hennar og frjómagn
Við höfum orðið þeirrar miklu náðar aðnjótandi að eiga
og vera trúað fyrir að varðveita svo undursamlega og mátt-
uga tungu, að við getum búið hugsanir okkar, hvort heldur
er í ljóði eða lausu máli, í glæsilegri, fegurri og þróttmeiri
búning en flestar, ef ekki allar aðrar þjóðir. En fyrst og
fremst er hún þó og verður ljóðsins tunga. Þar nýtur sín
fyrst til fulls kynngi hennar og mýkt. Þetta megum við og
eigum að muna. Og þessa mega ekki sízt þeir minnast, sem
nú telja sig slíka jöfra bókmenntanna, að þeir þurfi hvorki
á stuðlum né rími að halda til þess að tjá hugsanir sínar og
andagift. öll tjáning krefst forms. Og fullkomin tjáning krefst
fullkomins forms. Annars verður hún lágkúruleg og lítils
virði og ekki líkleg til varanlegra áhrifa eða langra lífdaga.