Skírnir - 01.01.1962, Page 83
JÓN THÓR HARALDSSON:
TOM PAINE.
I.
Thomas Paine, sem nefndur hefur verið guðfaðir Amer-
íku, fæddist árið 1737 í þorpinu Thetford í Englandi. Faðir
hans var kvekari að trú, en sér til lífsviðurværis gerði hann
lífstykki fyrir konur í héraðinu, og kalla Englendingar þá
iðn staymaking. Móðir Thomasar var ellefu árum eldri en
faðir hans og virðist hafa verið heldur erfið til lundar. Enda
þótt Thomas væri hið eina barn þeirra hjóna, sem upp komst,
virðist hann lítils ástríkis hafa notið. Eftir að Paine fór að
heiman, hafði hann nær ekkert saman við foreldra sína að
sælda. Sautján ára gamall strauk hann og réð sig á skip, en
náðist, áður en skipið léti úr höfn. Tveim árum síðar fór
hann alfarinn úr föðurhúsum.
Paine gekk í skóla til þrettán ára aldurs, en var þá til þess
settur að læra iðngrein föður síns. Enskt þjóðfélag þeirra tíma
gaf ungum, efnalitlum piltum harla lítið svigrúm. Til þess
var ætlazt og við því búizt, að piltar fetuðu í spor feðra sinna.
Fátt var eðlilegra en að Paine eldri, sem komið hafði á fót
litlu, en þó lífvænlegu fyrirtæki, æli son sinn upp til sömu
iðnar.
Paine virðist snemma hafa fengið óbeit og nánast hatur
á enskum þjóðfélagsháttum. Enski sagnfræðingurinn G. M.
Trevellyan hefur látið svo um mælt, að enda þótt Paine
kunni að hafa verið góður „borgari alls heimsins“, hafi hann
aldrei verið góður Englendingur. Hitt er þó mála sannast,
að ekki stóð Paine í neinni þakkarskuld við föðurland sitt.
Ef við virðum fyrir okkur England á síðari hluta 18. aldar,
finnst manni sem leitun muni vera á jafnauðnulausu þjóð-
félagi. Á ytra borði virtist þó flest leika valdhöfunum í lyndi.
Þingið hafði nær óskorað vald yfir málefnum rikisins, og