Skírnir - 01.01.1962, Page 88
84
Jón Thór Haraldsson
Skímir
alsættir Whigganna höfðu þá lengi farið með æðstu völd í
Englandi. Konungur setti sér það mark að brjóta það vald á
bak aftur, en auka vald krúnunnar sem mest. 1770—1782
fóru „vinir konungsins“ með völd, og var North lávarður
forsætisráðherra. Stjórnin reyndist hvorki til þess fær að
semja við nýlendubúa né reka stríðið gegn þeim af dugnaði.
Andstaðan óx jafnt og þétt í þinginu, og er fræg ályktunin,
sem Dunning fékk samþykkta árið 1780: „Að vald krúnunn-
ar hafi vaxið, fari vaxandi og ætti að minnka.“ Þeir, er orð
höfðu fyrir nýlendubúum, höfðu jafnan þann háttinn á að
kenna stríðið harðstjórn konungs og spillingu þingsins. Or-
sakanna var þó dýpra að leita. Vaxandi borgarastétt Norður-
Ameríku fann æ gleggra til þess, að sambandið við England
var orðið henni fjötur um fót. Bandarískir kaupmenn kvört-
uðu sáran yfir því að þurfa lögum samkvæmt að notast við
enska milliliði, hvort heldur var um að ræða kaup eða sölu.
Allur iðnaður í nýlendunum var Englendingum þymir í
augum. T. d. var nýlendubúum hreinlega bannað að vinna
sjálfir úr járni sínu, en skipað í þess stað að senda það óunn-
ið til Englands. I stuttu máli sagt var verzlunar- og hag-
kerfið enska komið í beina andstöðu við hagsmuni nýlendu-
búa. Enda þótt þessi staðreynd mætti vera hverjum manni
augljós, var þó síður en svo allur almenningur í nýlendunum
þess fýsandi að segja skilið við Englendinga. Jafnvel eftir
að vopnaviðskipti hófust, vonuðust flestir eftir sættum við
ættarlandið. Það kom í hlut Thomasar Paines að kveða upp
úr með það, að nýlendubúum bæri að slíta til fulls þau bönd,
er tengdu þá við England.
Eins og áður er sagt, hafði Paine meðmælabréf frá Benja-
min Franklin meðferðis vestur. Franklin var sá af forystu-
mönnum Ameríku, sem þekktastur var og mestrar hylli naut.
Olli því bæði Evrópufrægð hans sem vísindamanns og rithöf-
undar og einlæg barátta fyrir réttindum nýlendubúa. Tengda-
sonur hans tók hið bezta við Paine og greiddi götu hans á
allan hátt. Má vafalaust þakka það fyrirgreiðslu hans, að
Paine var í ársbyrjun 1775 ráðinn ritstjóri að mánaðarritinu
The Pennsylvania Magazine, er þá hóf göngu sína.