Skírnir - 01.01.1962, Qupperneq 89
Skírnir
Tom Paine
85
Thomasi Paine hlýtur að hafa fundizt sem sér opnaðist
nýr og betri heimur, þegar vestur kom. Fíladelfía hafði þá
um það bil 35 þúsund íbúa og líktist mest sveitaþorpi, sem
hlaupið hefur í ofvöxtur. Fátækt var nóg í nýlendunum —
ekki vantaði það. En þó var ástandið margfalt betra en nokk-
urn tíma í Englandi. Flestallir höfðu nóg að bíta og brenna,
húsakynni voru víðast hvar góð og landrými nægilegt. Fá-
tækrahverfi á borð við þau, sem voru í London, þekktust
ekki, og seigdrepandi hungrið, sem þjáði öreigalýð Englands,
var í nýlendunum óþekkt fyrirbrigði. Upp frá þessu leit
Paine á Ameríku sem föðurland sitt, og málstaður nýlendu-
búa varð hans eiginn, fyrr en varði.
Sem ritstjóri stóð Paine sig með hinni mestu prýði. Hann
vakti þegar á sér athygli fyrir skeleggar greinar um ýmis
þau mál, er efst voru á baugi, og áskrifendatala ritsins meir
en tvöfaldaðist. Ekki var þó Paine lengi ritstjóri. Eigandan-
um fannst snemma nóg um róttækar skoðanir hans, og sam-
vinnan varð aldrei góð. Þar við bættist, að ameríska bylt-
ingin átti snemma hug Paine’s allan, og kaus hann fremur
að helga sig henni en ritstjórastarfinu.
Af greinum þeim, er Paine reit á þessu tímabili, er merk-
ust sú, er fjallar um þrælahald í Ameríku. Andstaða gegn
þrælahaldinu fannst að vísu fyrir, en kom sjaldan fram.
Paine spurði, með hvaða rétti nýlendubúar heimtuðu sér til
handa mannréttindi, sem þeir meinuðu öðrum. Munaði
minnstu, að hann týndi lífinu fyrir, því að bandóður múgur
gerði sig líklegan til að hengja Paine sem enskan njósnara.
Ekki auðnaðist Paine að fylgja þessu máli eftir. Þegar Jeffer-
son reit uppkast sitt að frelsisyfirlýsingu Bandarikjanna, tók
hann með grein gegn þrælahaldi. Sú grein var niður felld
vegna Suðurríkjanna.
Allt haustið 1775 var Paine önnum kafinn við að rita þá
bók, er gerði nafn hans frægt í nýlendunum. HeilbrigS skyn-
semi — en svo er bókin nefnd — kom út í janúar 1776.
Höfundar var ekki getið í fyrstu útgáfu, en allmargir vissu
þó, hver hann var.
Því er skemmst frá að segja, að Heilbrigð skynsemi hafði