Skírnir - 01.01.1962, Side 91
Skímir
Tom Painc
87
ekki trúaður á sannleiksgildi heilagrar ritningar. En allur
almenningur áleit Biblíuna uppsprettu sannleikans, og mikill
fjöldi nýlendubúa átti kyn sitt að rekja til manna, sem flúið
höfðu land fyrir trúarsannfæringu sína. Paine tók því Gamla
testamentið til athugunar og taldi sig sanna það, að guð væri
á móti konungdæmi: „Konungdæmi komu heiðingjar fyrst á
í heiminum, og eftir þeim tóku höm ísraels siðinn. Þetta var
árangursríkasta uppfinning djöfulsins til framdráttar skurð-
goðadýrkun. Heiðingjar tóku í guðatölu dauða konunga sína,
og hinn kristni heimur hefur endurbætt siðinn með því að
gera slíkt hið sama við þá lifandi.“
Þótt konungdæmi sé að dómi Paine’s nógu bölvað, er þó
arfgengt konungdæmi hálfu verra: „Því þar eð allir menn
eru í upphafi jafnir, getur enginn fyrir ættemis sakir átt
rétt á því að hefja fjölskyldu sína yfir allar aðrar um alla
eilífð. Þótt einhver einn kunni að eiga skilið einhvern sann-
gjarnan virðingarvott af samtímamönnum sínum, getur meir
en verið, að afkomendur hans reynist alls óverðugir þess að
taka hann að erfðum. Einhver sterkasta sönnunin gegn arf-
gengu konungdæmi er sú staðreynd, að náttúran sjálf er á
móti því. Væri hún það ekki, myndi hún ekki eins oft og
raun ber vitni gera það hlægilegt með því að gefa mönnum
asna fyrir ljón.“
„Þetta gerir ráð fyrir því, að konungsættir heimsins eigi
sér heiðarlegan uppruna. Þó er meira en líklegt, að ef gæt-
um við svipt burt hulu fortíðarinnar, kæmi það í Ijós, að
þær ættu í mesta lagi kyn sitt að rekja til aðalforsprakka ein-
hvers bófaflokksins.“
Paine tekur síðan til að reyta mannorðið af konungsætt-
inni ensku, og var það raunar ekki mikið verk né lengi gert:
„Frá því 1066 hefur England átt örfáa góða konunga, en
stunið undir fjölmörgum miður góðum. Þó getur enginn með
fullu viti haldið því fram, að afkomendur Vilhjálms I eigi
sér heiðarlega kröfu til rikis. Franskur hastarður gengur á
land með vopnaðan lýð og setur sig niður sem konung gegn
vilja þjóðarinnar. Slíkt er í hreinskilni sagt meir en lítið