Skírnir - 01.01.1962, Side 93
Skímir
Tom Paine
89
Evrópumarkaði sem er, og innflutningsvörur okkar verður
að greiða, hvar sem þær eru keyptar.“
„Evrópa er of þakin konungsríkjum til þess, að friður hald-
ist þar lengi, og í hvert einasta sinn, sem ófriður brýzt út
milli Englands og einhvers annars ríkis, fer amerísk verzlun
í hundana vegna sambandsins við England.“
„Hvað stjórnarstörfum viðkemur, er það ekki á Englands
valdi að sýna þessu meginlandi réttlæti. Þau munu fljótlega
verða erfiðari og flóknari en svo, að unnt sé fyrir ríki svo
fákunnandi og oss fjarri að sinna þeim, svo að nokkru gagni
sé. Því geti þeir ekki sigrað oss, geta þeir ekki stjórnað oss
heldur. Að hlaupa þrjú eða fjögur þúsund milur með bæna-
skrá eða skýrslu, bíða fjóra mánuði eða fimm eftir svari, sem
þarf aðra fimm eða sex til útskýringar, þegar það loksins
fæst — slíkt verður innan fárra ára talið bamaskapur einn.“
„Litlar eyjar, sem ekki geta varið sig sjálfar, er eðlilegt,
að konungsríki taki undir sinn verndarvæng. En það er eitt-
hvað fáránlegt í þeirri hugmynd, að meginland láti um eilífð
stjórnast af eyju. Náttúran hefur aldrei gert fylgihnöttinn
stærri en fastastjörnuna.“
„Takmarkið, sem keppt er að, verður ætíð að vera í skyn-
samlegu hlutfalli við útgjöldin. Fall North’s lávarðar og allr-
ar þeirrar fyrirlitlegu klíku borgar ekki þær milljónir, sem
við höfum eytt.“
Eins og áður er sagt, hafði HeilbrigS skynsemi gífurleg
áhrif, og nafn Paine’s var innan skamms á allra vörum. Bók-
in er rituð á mjög ljósu máli, og er það meira en unnt er að
segja um flest rit þeirra tíma. Eins og að líkum lætur, urðu
fjölmargir til að svara Paine. öll eru þau rit löngu fallin
í gleymsku.
í júlí 1776 gekk Paine í herinn. Haustið og veturinn 1776
virtist málstaður nýlendubúa vonlaus með öllu. Paine kom
nú fram á sjónarsviðið sem hálfopinber áróðursmaður þeirra.
Amerísk örlagastund nefnist greinaflokkur, er hann hóf að
rita. Fyrsta greinin kom 19. des. 1776 og hófst á þessum víð-
frægu orðum: „These are the times that try mens’ souls.“
örlagastundir þessar komu út óreglulega næstu árin og urðu