Skírnir - 01.01.1962, Side 94
90
Jón Thór Haraldsson
Skírnir
sextán talsins. Paine ræddi og skýrði gang stríðsins og not-
aði þá um leið tækifærið til að stappa í nýlendubúa stálinu.
Allar höfðu þessar greinar mikil áhrif. Geta má þess, að í
annarri greininni notar Paine nafnið The United States of
America. Er það í fyrsta sinn, sem nafnið birtist á prenti,
og bendir allt til þess, að Paine hafi skapað það sjálfur.
Ástæðulaust er að rekja nánar athafnir Paine’s á þessum
árum. Þótt stundum væri þröngt í búi, komst hann oftast
sæmilega af, enda ekki þurftarfrekur. Nær tvö ár (1777—79)
var hann ritari nefndar þeirrar, er fór með utanríkismál ný-
lendubúa. Paine neyddist til að segja því starfi lausu eftir
að hafa blandað sér í deilu, sem upp var komin milli þings-
ins og eins af erindrekum þess í París. Paine, sem aldrei
hafði haft þau hyggindi, sem í hag koma, sagði það berum
orðum, sem allir vissu, og týndi stöðunni fyrir að kröfu franska
sendiherrans. Paine virðist aldrei hafa getað gleymt þessum
málalokum, enda má fullvíst telja, að hann hafi farið með
rétt mál, þótt ekki væri hér að slíku spurt.
Um það bil er frelsisstríðinu lauk, tók hagur Paine’s mjög
að vænkast. New York-riki gaf honum jörð. Pennsylvania
veitti honum 500 punda þakkarlaun, og 1785 veitti þingið
honum þrjú þúsund dali. Paine var nú í fyrsta sinn á ævinni
laus við fjárhagsáhyggjur, og næstu tvö ár lifir hann rólegu
og þægilegu lífi. Hann segir sjálfur, að hugur sinn hafi jafn-
an staðið til vísindastarfa, og nú fékkst hann við uppfinn-
ingar. Vorið 1787 siglir hann svo til Evrópu aftur.
m.
Thomas Paine kom til Parísar seint í maí 1787. Hann
hafði meðferðis líkan af járnbrú, sem hann hafði fundið upp,
og hugðist biðja vísindafélagið franska að athuga. Okkur, sem
nú lifum, finnst ekkert sjálfsagðara en að brú sé gerð af járni.
F.n á seinni hluta 18. aldar var notkun járns enn á byrjunar-
stigi, og Paine var nú sem oftar á undan sinni samtíð. Vís-
indafélagið hrósaði hugmyndinni og kvað hana tilraunar virði.
Að þeim úrskurði fengnum hélt Paine til Englands.
Faðir hans hafði dáið árið áður, en móðir hans reyndist