Skírnir - 01.01.1962, Page 95
Skírnir
Tom Paine
91
enn á lífi, komin yfir nírætt. Paine sá svo um, að hún fengi
greidda níu skildinga á viku upp frá því. Ekki sýnist upp-
liæðin há, en á þeim dögum var hún nægileg til fæðis og
klæða í ensku þorpi. Paine dvaldist í Thetford hjá móður
sinni nokkurra mánaða skeið. f desember er hann svo aftur
kominn til Parisar.
Árin 1787—88 og 1789 virðist Paine aðallega hafa notað
til að kynna mönnum brúarhugmynd sína. Franska stjórnin
hafði á prjónunum fleiri brýr yfir Signu, og reyndi Paine
að selja henni sína. Ekki tókst það, enda fóru nú þeir tímar í
hönd, að franska stjórnin fékk um annað að hugsa en brúar-
smíði. f september 1788 fékk Paine einkaleyfi á hrúnni í Eng-
landi, og var það að forminu til gefið út af „Hans ágætustu,
konunglegu tign Georgi þriðja11. Þetta var sami konungur og
Paine hafði á sínum tíma kallað hinn „konunglega rudda
Stóra-Bretlands11 (The royal brute of Britain), og má mikið
vera, ef Paine hefur ekki orðið á að brosa, þegar hann las
skjalið. Það er meir en líklegt, að Paine hefði tekizt að koma
þessari uppfinningu sinni í verð, ef hann hefði orðið land-
fastur í Englandi og verið gæddur fjármálaviti svonefndu.
En hvorugu var til að dreifa.
í Englandi kynntist Paine ýmsum forystumönnum stjórn-
arandstöðunnar, t. d. Charles Fox og Edmund Burke. í Paris
voru þeir helztir vinir hans Lafayette og Thomas Jefferson,
sem þá var sendiherra Bandaríkjanna þar. Þegar Bastillan
féll 14. júlí 1789, ákvað Lafayette að senda Washington lyk-
ilinn og fékk Paine hann í hendur í febrúar 1790. Paine ætl-
aði þá vestur aftur, en hætti við förina. Lykillinn komst þó
leiðar sinnar og hangir enn þann dag í dag í húsi Wash-
ingtons.
Það mun hafa verið Jefferson, sem fyrstur benti Paine á
það, að ástandið í Frakklandi væri rannsóknar virði. Eins og
kunnugt er, hófst byltingin í Frakklandi sumarið 1789. Paine
var þá í Englandi, en skrifaðist á við Jefferson og Lafayette
og fylgdist þannig með því, sem gerðist. 1 desember kom Paine
til Parísar og dvaldist þar fram í marz. Upp frá því tók hann
að kynna sér frönsku byltinguna af brennandi áhuga og