Skírnir - 01.01.1962, Page 101
Skírnir
Tom Paine
97
og er skemmst frá að segja, að leitun mun á ósannari bók.
Einhverjum kjánanum datt í hug að reka nagla neðan í
skóna, þannig að hausamir mynduðu stafina T.P., og gat svo
sagt, að hann træði á Paine í hverju spori. Þessi siður náði
miklum vinsældum.
Síðsumars 1792 var Paine gerður franskur heiðursborgari
ásamt Washington, Pestalozzi og fleiri þekktum mönnum.
Fjögur frönsk kjördæmi kusu hann fulltrúa sinn á hið nýja
þjóðþing — konventuna, og kaus Paine að gerast þingmaður
fyrir Calais. Skömmu síðar var gefin út skipun um handtöku
Paine’s. Valdhöfunum hafði smám saman tekizt að magna
sterka andúðaröldu gegn honum, og fyrirsjáanlegt var, að hans
biði dauðinn einn, ef hann yrði um kyrrt í Englandi. Paine
slapp nauðuglega yfir til Frakklands, og segir sagan, að skáld-
ið William Blake hafi varað hann við á elleftu stund. Paine
var síðan in absentia dæmdur útlægur, og þjóðhollir Eng-
lendingar brenndu líkan af honum til ösku.
Það er af Englandi að segja, að þar hneig nú flest í aftur-
haldsátt. Rit- og málfrelsi var að heita má afnumið, og ríkis-
stjórnin tók óspart að beita njósnum og ofbeldisaðgerðum.
Frjálslyndir stjórnmálamenn, eins og t. d. Charles Fox, voru
um árabil algjörlega einangraðir.
1 Frakklandi var Paine tekið sem þjóðhetju. 21. sept. 1792
tók hann sæti á hinu nýkjörna þingi fullur bjartsýni. f Mann-
réttindum standa þau orð: „Ég trúi því ekki, að konungdæmi
og aðall lifi sjö árum lengur í neinu af hinum upplýstu lönd-
um Evrópu.“ Hann átti eftir að verða fyrir sárum vonbrigð-
um.
IV.
Það er ekki hlutverk þessarar greinar að lýsa stjórnarbylt-
ingunni frönsku. En til þess að skilja þá hringiðu, sem Thom-
as Paine lenti nú í, verður að kunna nokkur skil á frönskum
stjórnmálum, eins og þau voru, þegar hann tók sæti á þingi
og hóf af alvöru feril sinn sem franskur byltingarmaður.
Haustið 1792 var svo komið, að borgarastéttin hafði með
aðstoð verkamanna og bænda brotið á bak aftur ofurvald
7