Skírnir - 01.01.1962, Side 109
Skírnir
Tom Paine
105
Washingtons, sem út kom í Fíladelfíu 1796, hellir hann sér
yfir forsetann. Bréfið endar á þessum orðum: „Hvað yður
viðkemur, herra — svikulum í vináttu (því svo reyndust þér
mér og það á hættustund) og hræsnara í opinberu lífi — þá
mun veröldin eiga erfitt með að skera úr því, hvort þér eruð
heldur trúvillingur eða leikari, hvort þér hafið yfirgefið góð-
an ásetning eða aldrei haft neinn til að bera.“
Bandaríkjamenn hafa fyrir löngu tekið George Washing-
ton i guðatölu, og flestir eiga þeir erfitt með að fyrirgefa
Paine þetta bréf. En þó að fullt tillit sé tekið til villandi upp-
lýsinga frá Morris, stendur það óhaggað, að Washington
brást Paine, þegar honum reið mest á — hvað sem þeim
tryggðarofum kann að hafa valdið.
Paine dvaldist í Frakklandi fram til ársins 1802, en þá fór
hann vestur. Fátt dreif á daga hans þessi ár, nema hvað
Napoleon leitaði ráða hjá honum, hvernig haga mætti inn-
rás í England og hvort hann væri fáanlegur til að vera með.
Paine tók Napoleon ekki óvinsamlega í fyrstu, en sannfærð-
ist brátt um það, að hvatir hershöfðingjans myndu vart af
sömu rótum og sínar. Upp frá því kallaði Paine Napoleon
aldrei annað en „þennan franska trúð“.
Þegar Paine kom vestur, fann hann margt breytt frá því,
er áður var. Félagar hans úr frelsisbaráttunni voru nú ann-
að og meira en Bandaríkjamenn — þeir voru yfirstétt, sem
leit með tortryggni á byltingarmanninn Tom Paine. Öld
skynseminnar varð hvað mest til að vekja á honum andúð,
og Samuel Adams — gamall vinur hans — neitaði að taka
í þá hönd, er slíka bók hefði ritað. Öll saga Paine’s, frá því
hann kom vestur aftur, er óslitin harmsaga gamals og von-
svikins manns. Vinir hans brugðust honum hver af öðrum,
og almenningur leit á hann sem argasta guðníðing og þorp-
ara. Þó er skylt að geta þess, að fáeinir vinir hans — þ. á m.
Jefferson — stóðust raunina og héldu tryggð við hann til
æviloka. Paine andaðist 8. júní 1809.