Skírnir - 01.01.1962, Síða 112
108
Stefán Einarsson
Skírnir
spilandi á hörpu með þeirri vinstri. Ef hin kunna mynd
Acerbis, þar sem menn haldast í allar fjórar hendur, hefur
verið þar í bókinni, hef ég ekki tekið eftir henni.
Það var þessi mynd og þessi lesning, sem mér kom í hug,
er Kemp Malone var að gefa út Widsith (1936) sinn, þótt
hann vitnaði í finnska bókmenntasögu á ensku, sem við fund-
um í háskólabókasafninu. Hér lýkur fyrsta kapítula eða inn-
gangi á skiptum mínum við víxlkveðandina.
Nú verður að nefna mjög merkilegan mann til sögu, Dag
Strömbáck. Eg hitti hann fyrst á heimili frændfólks míns,
sýslumannshjónanna á Efrahvoli, Björgvins Vigfússonar og
Ragnheiðar Einarsdóttur. Dáðist eg þá þegar að honum fyrir
það, hve vel hann talaði íslenzku og spilaði á orgel. Annars
var hann innritaður í háskólann til að nema galdra, eins og
mynd af honum og öðrum galdramanni íslenzkum í Stúdenta-
blaSinu mun sýna. Hann var næstum því fyrsti kunningi
minn frá háskólaborg Wennerbergs, Uppsölum.
En fyrsti kunningi minn frá Uppsölum var Björn Collinder,
nú frægur prófessor í finnsk-úgrískum fræðum í Uppsölum,
en þýðandi Kalevala, Sæmundar-Eddu, Snorra-Eddu, Bjólfs-
kviSu og Shakespeares. Veturinn 1924—25 hlustuðum við
báðir á fyrirlestra Hugos Pippings um Sæmundar-Eddu, goða-
kvæðin, einkum Völuspá, en þeir fyrirlestrar voru svo nýstár-
legir og uppreistarkenndir, að mér dámaði ekki alltaf. En í
þessum fyrirlestrum var í fyrsta sinn gerður samanburður
á Eddu-fræðum og finnsk-úgriskum hugmyndum, svo sem
Aski Yggdrasils og Heimdalli og sögnum um veraldartré; en
þær sagnir höfðu árið áður verið raktar um Asíu endilanga
í bók um tré lifsins (Baum des Lebens, Helsingfors 1924)
eftir Uno Holmberg. Hræddur er eg um, að eg hafi verið
vantrúaðri lærisveinn en Collinder á sumt í fyrirlestrum
Pippings; en þó varð því ekki neitað, að hér laukst upp vítt
útsýni um líkingar og hliðstæður í hugheimi Norðurlandabúa
og Finna, og svo virtist sem Finnar hefðu ekki alltaf verið
lántökumenn eins og fyrri fræðimenn höfðu ætlað, Axel 01-
rik um goðsagnirnar, Vilhelm Thomsen um málið.