Skírnir - 01.01.1962, Side 113
Skirnir
Dæmi um víxlkveðandi eða andsvarasöng
109
1 bók sinni, Sejd (1935), sýndi Dag Strömback, að ótvírætt
samband var með seidi Öðins, eins og honum var lýst í Heims-
kringlu, og galdrabrögðum finnsk-úgriskra sjamana (seið-
manna) um endilanga Siberíu, einkum í heimskautalöndun-
um. Þetta virtist sanna, að seiSurinn væri finnsk-úgrisk töfra-
brögð fremur en germönsk, þótt eg sé eigi eins sannfærður
um það nú, því síðan grein mín um þetta var birt 1951, hef-
ur ekki heyrzt um nein dæmi víxlsöngva úr hinu mikla land-
flæmi finnsk-úgriskrar seiðmenningar (sjamanisma) í Sí-
beríu. Ekki verður dæmi Mustanojas svo talið, því það er
aðeins eitt dæmi enn um siðinn í Finnlandi.
Annar kapítuli viðskipta minna við víxlsöngvana hófst með
heimsókn fornvinar míns, Ottos Andersons, prófessors frá Ábo,
í Baltimore i nóvember 1950. Hann söng fyrir mig Kalevala-
lagið, sem lét vel í eyrum, og gaf mér hina merkilegu grein
sína „Framförandet av Kalevala-runorna“ í Budkavlen 1936.
Þar í leiddi hann fram tvö aðalvitni í málinu, Henrik Ga-
briel Porthan (1778) og ítalska ferðalanginn Josep Acerbi
(1802). Mismunurinn á lýsingu Porthans og mynd Acerbis
er sá, að Porthan lætur söngvarana haldast í tvær hendur
aðeins, þær hægri, en Acerbi lætur þá haldast i allar fjórar
hendur yfir borðið. Árið 1949 birti frú Elsa Enajarvi-Haavio
bók á finnsku, þar sem hún reyndi að sanna, að myndir
Acerbis væru óáreiðanlegar og að aðferð Porthans væri sú
eina rétta víxlsöngvaaðferð í Finnlandi. En bæði Otto Ander-
son og A. 0. Váisanen héldu áfram að treysta Acerbi, og Vái-
sánen bætti við lýsingu, eldri jafnvel en Porthans, úr De-
scriptio Lapponica eftir Johan Berthold Ervast (ritaðri um
1730), og er það elzta dæmi, sem eg þekki úr finnsk-úgrisk-
um löndum, enda þýddi eg það í heilu lagi í Skírnis-grein
minni um málið 1951. Hér nægir því að tilfæra lýsingu víxl-
kveðandinnar:
En þegar slík djöfulleg töfrabrögð átti að hafa í
frammi, áttu tveir Lappar að jafnaði að vera viðstaddir,
leiknir í listinni. Þeir sátu hvor á móti öðrum, héldust