Skírnir - 01.01.1962, Side 114
110
Stefán Einarsson
Skímir
í hendur, stöppuðu fótunum í gólfið á kofa sínum (eða
tjaldi?) og kváðu særingar sínar eða galdra.1)
Ekki segir hér, að þeir hafi haldizt í allar f jórar hendur, en
eðlilegra virðist það, eigi heldur að þeir hafi kveðizt á á víxl
eins og Kalevala-kvæSamerm, en það virðist líka sennilegast.
Mjög áþekkur er staðurinn í Sturlunga sögu (útg. Jón Jó-
hannesson 1946, I, 251), og þótt þar segi enn ekki, að menn-
imir hafi haldizt í allar fjórar hendur, virðist mér það lík-
legra. En hvort sem er, væri sú aðferð fullkomin hliðstæða
hinnar vel þekktu aðferðar Kalevala-kvæðamannanna. Eg
prentaði því þessa fullkomnu hliðstæðu ásamt tveim ófull-
kommun hliðstæðum, líka úr Sturlungu, í Skírnis-grein minni
um víxlkveðandina 1951 og í grein minni Alternate Recital
by Tivos in Wídsíþ (?), Sturlunga and Kalevala í Arv 1951.
Hér mun eg prenta þessi þrjú dæmi úr Sturlungu og tvö í
viðbót, er eg fann í hinni nýju útgáfu af íslenzkum þjóSsög-
um Jóns Ámasonar:
I. En í VestfjQrðum (Austfjprðum, Biskupa sögur I, 497)
dreymði mann [eftir Víðinessbardaga 1208], at hann
þóttisk kominn í litla stofu, ok sátu upp menn tveir svart-
klæddir ok hQfðu gráar kollhettur á hQfði ok tókusk í
hendr. Sat á sínum bekk hvárr ok reru ok ráku herðamar
á veggina svá hart, at þá reiddi til falls. Þeir kváðu vísu
þessa, ok kvað sitt orð hvárr þeira:
HQggvask hart seggir,
en hallask veggir,
illa eru settir,
þás inn koma hettir.
Verk munu upp innask,
þás aldir finnask
— engr es á sómi —
á efsta dómi.
II. Um vetrinn eftir bardagann í Víðinesi [1208] vóm
dreymðir draumar margir. Þat dreymði mann í Skaga-
firði, at hann þóttisk koma í hús eitt mikit. Þar sátu inni
*) Latneski textinn er birtur í Skimi 1951, 125.