Skírnir - 01.01.1962, Qupperneq 118
114
Stefán Einarsson
Skírnir
undir galdralagi. Nú dregur galdralagið eflaust nafn af göldr-
um Óðins, sem var galdurs faðir, en máttur þess til ákvæða,
særingar og draugastemningar liggur eflaust í endurtekn-
ingu síðasta vísuorðs, enda má snúa hvaða hætti, sem er, í
galdralag með sams konar endurtekningu. Sennilega hefur
vixlkveðandin, sem líka er eins konar endurtekning, haft
sömu áhrif, sömuleiðis endurtekning óvættanna í síðasta dæmi.
Síðan eg birti grein mína um víxlkveðandi hefur verið
hljótt um siðinn af hálfu finnsk-úgrískra fræðimanna. Nú
var seiðmenning (sjamanismi) iðkuð eigi aðeins meðal finnsk-
úgrískra þjóðarbrota, heldur af öllum þjóðum í heimskauta-
löndum Síberíu, Norður-Ameríku og Grænlandi. Samt sem
áður hafði samkennari minn, Owen Lattimore, sérfræðingur
í tungumálum og menningu Turkestans, Mongólíu og Kína,
aldrei hejrt um vixlkveðandi sem aðferð seiðmanna að falla
í dá, nema ef vera kynni í Kína sjálfu. Annar maður við
Johns Hopkins háskólann, hinn lifandi Búddha eða Dalai
Lama Dilowa frá tJt-Mongólíu, hafði heldur ekki heyrt um
aðferðina. Sama sagði gamall vinur minn, hinn frægi heim-
skauta-Göngu-Hrólfur, Vilhjálmur Stefánsson, en hann er sér-
fræðingur í tungumálum og menningu Eskimóa í N.-Ameríku.
Owen Lattimore vísaði mér á bók um Kína eftir Marcel
Granet, Dances et Légendes de la China Ancienne (París
1926). Þar í er getið um dansa til þess að falla í leiðsludá,
og víxlkveðandi er jafnvel nefnd, en eg fann enga hliðstæðu
þeirrar finnsk-íslenzku. Eg kynnti mér Schamanengeschichten
aus Sibirien eftir G. V. Ksenofontov (Múnchen 1955) og Le
Chamanisme et les techniques archaiques de l’extase eftir rúm-
enska fræðimanninn Mircea Eliade (Paris 1951). Hann leit
svo á, að Germanar og Norðurlandamenn hefðu ekki haft
seiðmenningu sína frá Finnum, heldur frá forfeðrum sínum
indó-germönskum. En víxlkveðandi fann eg ekki nefnda í
bók hans. Eg las The Religion of the Samek (Leiden 1955)
eftir prófessor Rafael Karsten í Helsingfors, en fann víxl-
kveðandi ekki nefnda, og hefði hann þó að vísu átt að nefna
staðinn eftir Ervast, sem getið er í upphafi þessa máls. Þó
er í bókinni ítarlegur kapítuli um seiðmenningu, þar sem