Skírnir - 01.01.1962, Síða 119
Skímir
Doemi um vixlkveðandi eða andsvarasöng
115
lýst er ól]ósum særingarformúlum, hálfsungnum og endur-
teknum í takt við slögin á særingartrumbuna, sem er aðal-
töfraverkfæri Lappa. Vera mætti, að slíkar endurtekningar
væru ekki ólíkar galdralags-endurtekningunni í íslenzku.
Loks hef eg lesið bók frú Nora K. Chadwick, Poetry and Pro-
phesy (Cambridge 1952) um seiðmenningu og ekki fundið
víxlkveðandi nefnda, en í bréfi til mín taldi hún ólíklegt, að
aðferðin væri sjamanistísk, af því að sjamanar (seiðmenn)
væru oftast einir við særingar sínar. Að svo var ekki ávallt,
sýnir dæmi Ervasts hér að framan ótvírætt. En það er senni-
lega af germönskum uppruna.
En ef víxlkveðandin eða andstefjandin er ekki ættuð úr
særingasöng Lappa og Finna og þeirra þjóða, þá hlýtur hún
að vera kynjuð úr særingasönglist eða göldrum Germana á
Norðurlöndum, því það er ekki tækilegt að skýra íslenzku
draumvísuna öðruvísi en sem særingaraðferð í stirðnuðu
formi, helzt í sambandi við galdralag. Auðvitað er sá mögu-
leiki til, að víxlkveðandin hafi upphaflega fylgt hetjukvæð-
unum germönsku, eins og hún sannanlega fylgir hetjukveð-
skap Finna enn þann dag í dag. Ef svo væri, hefði það getað
verið aðferð til að kenna ungum mönnum kvæðin með því að
láta þá endurtaka hvert visuorð. Endurtekning er eðlileg
kennsluaðferð, eins og sjá má með því að athuga kennikvæði,
svo sem VafþruSnismál, Alvíssmál, Loddfáfnismál og Rígs-
þulu. Kórstjórar eða prestar Negra í Suðurríkjum Bandaríkj-
anna eru vanir að „gefa út vísuorð“ í sálmum sínum til þess
að láta söfnuðinn læra bæði lag og texta. En miklu auðveld-
ara mundi vera að læra Kalevala-lagið sjálft en textann, sem
fylgdi, því lagið er ávallt óbreytt frá vísuorði (eða tveim?)
til vísuorðs. Mér virðist þetta atriði heldur styðja uppruna
víxlkveðandi úr særingxnn. En gerum ráð fyrir því, að upp-
runi víxlkveðandinnar hafi verið annaðhvort í fræðikvæðum
eða jafnvel í hetjukvæðunum sjálfum, eins og Kalevala og
Wídsíþ benda til. Það hefði þá kannske aðeins stöku sinnum
verið notað til særinga af lappneskum eða islenzkum galdra-
mönnum. Slíkt gat verið auðvelt, þar sem sami háttur er not-
aður í báðum ljóðagreinunum. Fátt eitt er varðveitt af sær-