Skírnir - 01.01.1962, Síða 120
116
Stefán Einarsson
Skírnir
ingum í germönskum og norrænum kveðskap, en því meir
í finnskum, þar sem mjög mikill hluti Kalevala er særingar.
„Verstar eru særingarnar, ,sem úr getur tognað, svo hundruð-
um lína skipti eða jafnvel hálfu þúsundi“ (Bjöm Collinder,
Kalevala, Inledning, bls. 14, Helsingfors 1950). Ekki er víst,
nema hinir fornu Germanir og Norðurlandabúar hafi í önd-
verðu haldið jafnmikið upp á særingar og Finnar nú. Nú er
ótvíræður svipur með vísuorði í norrænum (og germönsk-
um) kveðskap, fornyrðislagi, og vísu í Kalevala-kvæði og
það svo, að bæði vísuorðin má syngja undir sama lagi, að því
er Otto Andersson, fólkvísnafræðingur, segir. Enn fremur
hættir báðum visuorðum til að greinast í átta orða erindi,
en tvö vísuorð í báðum em ávallt tengd með stuðlasetning
í stuðlasamlokum, sem venjulega er talin ein löng lína af
þýzkum eða germönskum fræðimönnum. En það var hálfa
langlínan, sem Islendingar frá dögum Snorra og sennilega
frá enn þá eldri tíðum töldu einingu vísunnar og kölluðu
vísuorS eða orS. Merkilegt atriði í þessu máli er nú það, að
í íslenzku vísunum er það vísuorðið, sem endurtaka á í vixl-
kveðandi (kvaS sitt (vísu)orS hvárr) og samsvarandi helm-
ingur langlínunnar í Kalevala-kyæSinu. Stuðlasetning er
mjög notuð í Kalevala-línum og fornyrSislagi (eins og í
írsku), en aðeins reglulega í fomyrðislagi. Sennilega hefur
stuðlasetning verið notuð í þessum tungumálum öllum vegna
áherzlu á fyrsta atkvæði eða rót orðsins. Loks er mikið not-
að af endurtekningum, hliðstæðu-stil og tilbrigðum í finnsku
skáldamáli. I skáldamáli Eddukvæða ber talsvert á sams kon-
ar stílbrögðum, einkum endurtekningum og hliðstæðu-stíl,
Þannig getur endurtekning galdralags verið fullkomin eða
breytzt í hliðstæðar setningar, með sams konar upphafi, en
ólíkum endi; loks getur gaMra/ags-endurtekningin orðið að
tilbrigði, eins og títt er bæði í vestur-germönskum og finnsk-
um skáldskap. Kenningar í dróttkvæðum em skyldar tilbrigð-
unum, en ekki eins. Utan germansks og finnsks skáldskapar
má finna hliðstæðu-stíl í hebresku sálmunum: Því, sjá, óvin-
ir þínir, Drottinn, því, sjá, óvinir þínir farast, allir illgjörða-
mennimir tvístrast (Sálmar 92,10). Hliðstæðu-stíls setning-